Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Finnum og Tyrkjum í undankeppni HM 2018 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Ísland á tvo heimaleiki í næstu viku. Fyrst mæta strákarnir okkar Finnlandi á fimmtudaginn og annan sunnudag er leikur gegn Tyrklandi sem Ísland vann, 3-0, hér heima í síðustu undankeppni.
Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska liðinu í leikjunum mikilvægu vegna meiðsla en hann meiddist rétt fyrir leikinn gegn Úkraínu í síðasta mánuði og hefur ekki jafnað sig.
Stóru tíðindin eru þau að Björn Bergmann Sigurðarson snýr aftur í hópinn eftir nokkurra ára fjarveru. Hann kemur inn í hópinn fyrir Kolbein en Björn hefur spilað vel með Molde að undanförnu. Þjálfararnir völdu 24 manna hóp að þessu sinni en vegna meiðsla í er Ólafur Ingi Skúlason einnig í hópnum.
Ísland er með eitt stig í riðlinum eftir jafntefli á útivelli gegn Úkraínu í síðasta leik en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig.
Hópurinn:
Hannes Þór Halldórsson, Randers
Ögmundur Kristinsson, Hammarby
Ingvar Jónsson, Sandefjord
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Hammarby
Ragnar Sigurðsson, Krasnodar
Kári Árnason, Malmö
Ari Freyr Skúlason, Lokeren
Sverrir Ingi Ingason, Lokeren
Haukur Heiðar Hauksson, AIK
Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City
Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City
Emil Hallfreðsson, Udinese
Birkir Bjarnason, Basel
Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley
Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
Theodór Elmar Bjarnason, AGF
Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper
Arnór Ingvi Traustason, Rapíd Vín
Ólafur Ingi Skúlason, Karabükspor
Sóknarmenn:
Björn Bergmann Sigurðarson, Molde
Alfreð Finnbogason, Augsburg
Jón Daði Böðvarsson, Wolves
Viðar Örn Kjartansson, Maccabi Tel Aviv
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)