Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2016 19:10 Arnold Schwarzenegger og Robert De Niro við frumsýningu kvikmyndarinnar Maggie á Tribeca-hátíðinni í fyrra. Visir/Ap Hörkutólin og leikararnir Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger hafa báðir snúið baki við forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, auðkýfingnum Donald Trump, síðastliðinn sólarhring - hvor með sínum hætti. Schwarzenegger, sem var ríkisstjóri Kaliforníu undir merkjum Repúblikanaflokksins á árum áður, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hann gæti ekki stutt frambjóðenda flokks síns. Það væri í fyrsta skipti frá árinu 1983, árið sem hann fékk bandarískan ríkisborgararétt, sem hann myndi ekki kjósa Repúblikana í forsetaslagnum. „Þó svo að ég sé stoltur Repúblikani þá er ég þó ennþá stoltari Bandaríkjamaður. Ég vil því nýta tækifærið og minna félaga mína í Repúblikanaflokknum á að það sé ekki bara ásættanlegt að velja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - heldur skylda,“ segir Tortímandinn fyrrverandi á Facebook. Færslu hans má sjá hér að neðan.Robert De Niro er ekki jafn hófstilltur í myndbandinu sem birtist á netinu í gær og hefur farið sem eldur í sinu. Þar skýtur hann allhressilega á Donald Trump og segir De Niro að hann trúi því hreinlega ekki hvernig sé komið fyrir þjóð sinni. Ef hann fengi færi á þá myndi hann gefa auðkýfingnum einn á kjammann. „Er þetta einhver sem við viljum sjá sem forseta? Það held ég ekki. Mér er annt um stefnu landsins og ég hef miklar áhyggjur af því að það Bandaríkin muni halda í ranga átt undir Donald Trump. Myndbandið má sjá hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Hörkutólin og leikararnir Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger hafa báðir snúið baki við forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, auðkýfingnum Donald Trump, síðastliðinn sólarhring - hvor með sínum hætti. Schwarzenegger, sem var ríkisstjóri Kaliforníu undir merkjum Repúblikanaflokksins á árum áður, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hann gæti ekki stutt frambjóðenda flokks síns. Það væri í fyrsta skipti frá árinu 1983, árið sem hann fékk bandarískan ríkisborgararétt, sem hann myndi ekki kjósa Repúblikana í forsetaslagnum. „Þó svo að ég sé stoltur Repúblikani þá er ég þó ennþá stoltari Bandaríkjamaður. Ég vil því nýta tækifærið og minna félaga mína í Repúblikanaflokknum á að það sé ekki bara ásættanlegt að velja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - heldur skylda,“ segir Tortímandinn fyrrverandi á Facebook. Færslu hans má sjá hér að neðan.Robert De Niro er ekki jafn hófstilltur í myndbandinu sem birtist á netinu í gær og hefur farið sem eldur í sinu. Þar skýtur hann allhressilega á Donald Trump og segir De Niro að hann trúi því hreinlega ekki hvernig sé komið fyrir þjóð sinni. Ef hann fengi færi á þá myndi hann gefa auðkýfingnum einn á kjammann. „Er þetta einhver sem við viljum sjá sem forseta? Það held ég ekki. Mér er annt um stefnu landsins og ég hef miklar áhyggjur af því að það Bandaríkin muni halda í ranga átt undir Donald Trump. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15