Íslenska U19 ára landslið karla tapaði í dag 2-1 fyrir Tyrkland í undakeppni Evrópumeistaramótsins. Því er ljóst að liðið kemst ekki í milliriðla.
Tyrkland komst yfir á 10. mínútu leiksins en Axel Óskar Andrésson jafnaði metin á 69. mínútu. Átta mínútum fyrir leikslok komst Tyrkland yfir á ný og tryggði sér sigurinn.
Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Úkraínu 2-0 en tvö lið komast áfram í milliriðla. Ísland er því án stiga eftir tvo leiki en Úkraína er komið áfram með fullt hús stiga.
Tyrkland og Lettland gerðu jafntefli í fyrstu umferðinni en Ísland mætir Lettlandi í þriðja leiknum.
