Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 23:13 Herkastalinn var byggður árið 1916 af meðlimum Hjálpræðishersins en var seldur fyrr á árinu. Fréttablaðið/GVA Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“ Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“
Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda