Þjálfari Finna: Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama hver mótherjinn er Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 11:45 Ef litið er á pappírinn fræga er ekki mikill munur á íslenska landsliðinu og því finnska sem strákarnir okkar mæta í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Finnarnir spila í stórum liðum í Póllandi og Þýskalandi en eru samt langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum og taldir litla liðið fyrir leikinn á morgun. Aðspurður á blaðamannafundi hver væri munurinn á liðunum var Hans Backe, þjálfari FInna, fljótur að svara. „Agi og aftur agi. Þetta snýst allt um aga. Allir leikmennirnir hafa sæst á hvernig þeir þurfa að spila. Það kemur enginn Íslendingur í landsliðið og spilar eins og hann gerir fyrir félagsliðið sitt. Þeir ná að taka félagsliðakubbinn úr hausnum á sér og setja landsliðskubbinn í. Það er munurinn,“ sagði Backe. Backe var í stuði á fundinum í gær og greip fram í fyrir miðverðinum Paulus Arejuure þegar hann var að svara spurningu fréttamanns um hvort hann búist við einhverju óvæntu frá íslenska landsliðinu á morgun vegna meiðslavandræða. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það er að spila. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarlið. Það verður einhver að meiðast ef byrjunarliðið á að breytast,“ sagði Backe. Eitt er þó klárt. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og verður ekki með. Því fagnar fyrirliði og varnarmaður Finna, Niklas Moisander, sem spilaði lengi með Kolbeini og þekkir hans styrkleika. „Ég þekki hann mjög vel. Við erum góðir vinir og spiluðum saman hjá AZ og Ajax. Það er leiðinlegt að hann sé meiddur því hann er góður leikmaður og góður vinir en hvað varðar leikinn þá er ég ánægður því hann er sterkur og góður í loftinu. Hann er líka bara góður framherji,“ sagði Niklas Moisander. Fréttina í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Sjá meira
Ef litið er á pappírinn fræga er ekki mikill munur á íslenska landsliðinu og því finnska sem strákarnir okkar mæta í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Finnarnir spila í stórum liðum í Póllandi og Þýskalandi en eru samt langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum og taldir litla liðið fyrir leikinn á morgun. Aðspurður á blaðamannafundi hver væri munurinn á liðunum var Hans Backe, þjálfari FInna, fljótur að svara. „Agi og aftur agi. Þetta snýst allt um aga. Allir leikmennirnir hafa sæst á hvernig þeir þurfa að spila. Það kemur enginn Íslendingur í landsliðið og spilar eins og hann gerir fyrir félagsliðið sitt. Þeir ná að taka félagsliðakubbinn úr hausnum á sér og setja landsliðskubbinn í. Það er munurinn,“ sagði Backe. Backe var í stuði á fundinum í gær og greip fram í fyrir miðverðinum Paulus Arejuure þegar hann var að svara spurningu fréttamanns um hvort hann búist við einhverju óvæntu frá íslenska landsliðinu á morgun vegna meiðslavandræða. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það er að spila. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarlið. Það verður einhver að meiðast ef byrjunarliðið á að breytast,“ sagði Backe. Eitt er þó klárt. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og verður ekki með. Því fagnar fyrirliði og varnarmaður Finna, Niklas Moisander, sem spilaði lengi með Kolbeini og þekkir hans styrkleika. „Ég þekki hann mjög vel. Við erum góðir vinir og spiluðum saman hjá AZ og Ajax. Það er leiðinlegt að hann sé meiddur því hann er góður leikmaður og góður vinir en hvað varðar leikinn þá er ég ánægður því hann er sterkur og góður í loftinu. Hann er líka bara góður framherji,“ sagði Niklas Moisander. Fréttina í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Sjá meira
Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00
Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38