Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu.Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Vesturlandi biður vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi að sýna aðgát, en mikið óveður er þar víða. Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu.
Lögreglan segir ekki ráðlagt að vera með léttar kerrur eða vagna í eftirdragi, eða að vera á ferli á húsbílum.
Veðurstofan hefur varað við stormi í dag og búist er við að hvassast verði við suðvesturströndina.