Fyrsta orrustan um Vesturlandið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2016 06:30 Pálína Gunnlaugsdóttir leikur með Snæfelli í vetur. vísir/anton Domino’s-deild kvenna fer af stað í kvöld og það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í fyrstu umferð. Íslandsmeisturum Snæfells og nýliðum Skallagríms var spáð tveimur efstu sætunum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna og þeir mætast einmitt í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og það má búast við að Fjósið verði troðfullt. Skallagrímur er að taka þátt í efstu deild kvenna í fyrsta sinn í fjóra áratugi og þetta verður fyrsti Vesturlandsslagurinn í sögu úrvalsdeildar kvenna. Það dregur ekki úr veisluhöldum í kvöld að mótherjarnir séu bæði ríkjandi Íslandsmeistarar og nágrannar þeirra úr Stykkishólmi. Borgnesingar hafa búið til gríðarlega sterkt kvennalið á stuttum tíma en margir öflugir leikmenn hafa skipt yfir í Skallagrím á þessum tíma. Liðið vann 1. deildina í fyrra og bætti síðan meðal annars við þremur landsliðskonum í sumar. Það er ekki oft sem nýliðum er spáð svo góðu gengi á fyrsta ári en leikmannahópur Skallagrímsliðsins gefur ekki tilefni til annars en að þar fari lið sem ætlar að stimpla sig inn í hóp bestu liða landsins. Mótherjarnir úr Snæfelli bættu við sig landsliðsbakverðinum Pálínu Gunnlaugsdóttur á dögunum en þær bíða enn eftir því hvað hin öfluga Bryndís Guðmundsdóttir ætlar að gera í vetur. Snæfellsliðið hefur klárað titilinn undanfarin ár þrátt fyrir að missa lykilmenn um sumarið og það er því ekkert skrýtið að liðinu sé spáð titlinum nú þegar liðið mætir með nánast sama lið. Þrír aðrir leikir í Domino’s-deild kvenna fara fram í kvöld og allir á Suðurnesjunum. Þeir eru Keflavík-Stjarnan, Njarðvík-Valur og Grindavík-Haukar. Allir leikir kvöldsins hefjast á sama tíma eða klukkan 19.15. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Upphitunarþáttur fyrir Domino's deild kvenna Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. 4. október 2016 20:00 Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Fleiri fréttir „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Sjá meira
Domino’s-deild kvenna fer af stað í kvöld og það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í fyrstu umferð. Íslandsmeisturum Snæfells og nýliðum Skallagríms var spáð tveimur efstu sætunum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna og þeir mætast einmitt í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og það má búast við að Fjósið verði troðfullt. Skallagrímur er að taka þátt í efstu deild kvenna í fyrsta sinn í fjóra áratugi og þetta verður fyrsti Vesturlandsslagurinn í sögu úrvalsdeildar kvenna. Það dregur ekki úr veisluhöldum í kvöld að mótherjarnir séu bæði ríkjandi Íslandsmeistarar og nágrannar þeirra úr Stykkishólmi. Borgnesingar hafa búið til gríðarlega sterkt kvennalið á stuttum tíma en margir öflugir leikmenn hafa skipt yfir í Skallagrím á þessum tíma. Liðið vann 1. deildina í fyrra og bætti síðan meðal annars við þremur landsliðskonum í sumar. Það er ekki oft sem nýliðum er spáð svo góðu gengi á fyrsta ári en leikmannahópur Skallagrímsliðsins gefur ekki tilefni til annars en að þar fari lið sem ætlar að stimpla sig inn í hóp bestu liða landsins. Mótherjarnir úr Snæfelli bættu við sig landsliðsbakverðinum Pálínu Gunnlaugsdóttur á dögunum en þær bíða enn eftir því hvað hin öfluga Bryndís Guðmundsdóttir ætlar að gera í vetur. Snæfellsliðið hefur klárað titilinn undanfarin ár þrátt fyrir að missa lykilmenn um sumarið og það er því ekkert skrýtið að liðinu sé spáð titlinum nú þegar liðið mætir með nánast sama lið. Þrír aðrir leikir í Domino’s-deild kvenna fara fram í kvöld og allir á Suðurnesjunum. Þeir eru Keflavík-Stjarnan, Njarðvík-Valur og Grindavík-Haukar. Allir leikir kvöldsins hefjast á sama tíma eða klukkan 19.15.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Upphitunarþáttur fyrir Domino's deild kvenna Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. 4. október 2016 20:00 Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Fleiri fréttir „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Sjá meira
Körfuboltakvöld: Upphitunarþáttur fyrir Domino's deild kvenna Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. 4. október 2016 20:00