Skráning fornminja í frosti Svavar Hávarðsson skrifar 5. október 2016 07:00 Áætlað er að á Íslandi sé að finna um 200.000 minjar (fornleifar og friðuð hús/mannvirki), en eingöngu um 50.000 hafa verið skráðar á vettvangi. vísir/valli Þrátt fyrir mikilvægi þess að ljúka skráningu fornleifa hér á landi hefur aldrei fengist fjármagn frá hinu opinbera til að sinna þessu verkefni sérstaklega. Talið er rökrétt að það tæki fimm ár að ljúka þeirri skráningu að langstærstu leyti með 300 milljóna króna framlagi á ári. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands (MÍ), bendir á að grundvallarforsenda fyrir markvissri minjavernd sé góð yfirsýn yfir fornleifar, en slík þekking fáist ekki nema það takist að skrá allar fornleifar í landinu. Fornleifaskráning hafi verið lögbundinn hluti skipulagsvinnu frá gildistöku þjóðminjalaga þar sem segir að þeir sem bæru ábyrgð á skipulagsgerð, þ.e. sveitarfélög og framkvæmdaaðilar, skyldu standa straum af kostnaði við skráninguna. Skráningin hefur þó gengið afar hægt og það komi helst til vegna tregðu sveitarfélaga við að ljúka skráningu á sínum svæðum vegna kostnaðar.Kristín Huld Sigurðardóttirvísir/pjetur„Mér finnst óstjórnlega lítið hafa gerst í þessum skráningarmálum frá því að ég tók við Fornleifaskráningu ríkisins árið 2001 [forveri MÍ]. Ég hef margsent ráðherrum sem þessi mál heyra undir erindi en án árangurs,“ segir Kristín Huld sem sendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, erindi í tvígang í fyrra og eftirmanni hans, Sigurði Inga Jóhannssyni, erindi á dögunum. Kristín Huld segir að árið 2001 hafi mat forvera Minjastofnunar Íslands verið að í landinu væru um 200.000 fornleifar og aðrar menningarminjar, og að búið væri að skrá um 20 prósent þeirra þá. Núna, 15 árum síðar, er talið að búið sé að skrá um 25 prósent minjanna. Á 15 árum hafa því einungis bæst við upplýsingar um fimm prósent ætlaðra minjastaða á Íslandi, sem er með öllu óásættanlegt að mati Kristínar Huldar. „Ég tek skýrt fram að margt jákvætt hefur gerst síðastliðin ár, til dæmis hefur fengist fjármagn til minjavörslu og það ber að þakka. Við höfum fengið fjármagn til að ráða í ýmsar stöður og það hefur verið liðkað verulega til. En ef fjármagn fengist frá ríkinu, og kannski að hluta frá sveitarfélögunum, þá tæki það aðeins fimm ár að klára að skrá allt Ísland – og þá miðað við 300 milljóna króna framlag á ári,“ segir Kristín Huld og bætir við að um sé að ræða brýnasta mál í fornleifamálum Íslendinga, og þess utan í safnamálum. Þá sé ónefnt hvernig þessar upplýsingar gætu nýst í ferðaþjónustu og í skipulagsmálum sveitarfélaga, svo dæmi séu tekin. Hjá Minjastofnun Íslands starfa 19 starfsmenn, en það er mat forstöðumannsins að 30 starfsmenn séu nauðsynlegir til að uppfylla allar kröfur sem til stofnunarinnar eru gerðar. Þegar Kristín Huld er spurð hvort Minjastofnun hafi fengið það fjármagn á undanförnum árum sem dugir til að uppfylla lögbundnar skyldur hennar, þá segir hún að það hafi aldrei verið tilfellið frekar en hjá fyrri stjórnsýslustofnunum um minjavörslu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. 4. október 2016 22:00 Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðsáætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. 4. október 2016 06:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Þrátt fyrir mikilvægi þess að ljúka skráningu fornleifa hér á landi hefur aldrei fengist fjármagn frá hinu opinbera til að sinna þessu verkefni sérstaklega. Talið er rökrétt að það tæki fimm ár að ljúka þeirri skráningu að langstærstu leyti með 300 milljóna króna framlagi á ári. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands (MÍ), bendir á að grundvallarforsenda fyrir markvissri minjavernd sé góð yfirsýn yfir fornleifar, en slík þekking fáist ekki nema það takist að skrá allar fornleifar í landinu. Fornleifaskráning hafi verið lögbundinn hluti skipulagsvinnu frá gildistöku þjóðminjalaga þar sem segir að þeir sem bæru ábyrgð á skipulagsgerð, þ.e. sveitarfélög og framkvæmdaaðilar, skyldu standa straum af kostnaði við skráninguna. Skráningin hefur þó gengið afar hægt og það komi helst til vegna tregðu sveitarfélaga við að ljúka skráningu á sínum svæðum vegna kostnaðar.Kristín Huld Sigurðardóttirvísir/pjetur„Mér finnst óstjórnlega lítið hafa gerst í þessum skráningarmálum frá því að ég tók við Fornleifaskráningu ríkisins árið 2001 [forveri MÍ]. Ég hef margsent ráðherrum sem þessi mál heyra undir erindi en án árangurs,“ segir Kristín Huld sem sendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, erindi í tvígang í fyrra og eftirmanni hans, Sigurði Inga Jóhannssyni, erindi á dögunum. Kristín Huld segir að árið 2001 hafi mat forvera Minjastofnunar Íslands verið að í landinu væru um 200.000 fornleifar og aðrar menningarminjar, og að búið væri að skrá um 20 prósent þeirra þá. Núna, 15 árum síðar, er talið að búið sé að skrá um 25 prósent minjanna. Á 15 árum hafa því einungis bæst við upplýsingar um fimm prósent ætlaðra minjastaða á Íslandi, sem er með öllu óásættanlegt að mati Kristínar Huldar. „Ég tek skýrt fram að margt jákvætt hefur gerst síðastliðin ár, til dæmis hefur fengist fjármagn til minjavörslu og það ber að þakka. Við höfum fengið fjármagn til að ráða í ýmsar stöður og það hefur verið liðkað verulega til. En ef fjármagn fengist frá ríkinu, og kannski að hluta frá sveitarfélögunum, þá tæki það aðeins fimm ár að klára að skrá allt Ísland – og þá miðað við 300 milljóna króna framlag á ári,“ segir Kristín Huld og bætir við að um sé að ræða brýnasta mál í fornleifamálum Íslendinga, og þess utan í safnamálum. Þá sé ónefnt hvernig þessar upplýsingar gætu nýst í ferðaþjónustu og í skipulagsmálum sveitarfélaga, svo dæmi séu tekin. Hjá Minjastofnun Íslands starfa 19 starfsmenn, en það er mat forstöðumannsins að 30 starfsmenn séu nauðsynlegir til að uppfylla allar kröfur sem til stofnunarinnar eru gerðar. Þegar Kristín Huld er spurð hvort Minjastofnun hafi fengið það fjármagn á undanförnum árum sem dugir til að uppfylla lögbundnar skyldur hennar, þá segir hún að það hafi aldrei verið tilfellið frekar en hjá fyrri stjórnsýslustofnunum um minjavörslu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. 4. október 2016 22:00 Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðsáætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. 4. október 2016 06:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00
Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. 4. október 2016 22:00
Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðsáætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. 4. október 2016 06:30