Mikilvægt að klára lífeyrissjóðsmálið á þessu þingi Sveinn Arnarsson skrifar 5. október 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar. vísir/stefán Mikilvægt er að mati meirihluta fjárlaganefndar að afgreiða lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins þótt óánægju gæti meðal stórra stéttarfélaga. Forsvarsmenn stéttarfélaga komu fyrir fjárlaganefnd í gær þar sem þeir útskýrðu afstöðu sína til frumvarpsins. Þeir telja frumvarpið ekki endurspegla samkomulagið sem undirritað var milli ríkis og stéttarfélaga. Um gríðarlega fjármuni er að ræða.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/pjeturGuðlaugur Þór Þórðarson segir samkomulag milli aðila hafa verið nokkuð skýrt. „Því kom þetta nokkuð á óvart, þetta viðhorf stéttarfélaganna. En nú þarf að setjast yfir þetta,“ segir Guðlaugur. „Þessi gagnrýni er nokkuð seint fram komin en kemur líklega til vegna þess hve seint frumvarpið kemur fram,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þetta er tímamótasamkomulag og það þarf að stoppa upp í þetta gat. Ríkið er að koma með inn í þetta um eitt hundrað milljarða króna sem er engin smáupphæð sem hægt er að færa inn í kerfið. Ef einhver annar verður við völd eftir kosningar veldur þetta fjármagn freistnivanda til að nota í eitthvað allt annað.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir mjög ólíklegt að málið fari í gegnum fjárlaganefnd án þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Hún segir skýringar stóru stéttarfélaganna ítarlegar og sýna að það þurfi að gera breytingar á frumvarpinu. Einnig bendir hún á að fjármagnið glatist ekki við að fresta þessu fram yfir áramót. „Ég er ekki að sjá fjármálaráðherra fara með þetta áfram óbreytt því þá kemst þetta ekki í gegnum þingið. Við munum spyrna við fótum í stjórnarandstöðu verði ekki gerðar breytingar,“ segir Bjarkey. „Bjarni hefur sagt að hann vilji gera þetta í sátt og því mun hann að öllum líkindum fara eftir þessum tilmælum,“ bætir hún við. Guðlaugur Þór segir það skipta miklu máli að klára málið á þessu þingi. Nú sé ákveðinn gluggi opinn til að fara í þetta stóra verkefni og að hann lokist um áramót. Því hljóti það að vera keppikefli að ráðast í þetta á þessu þingi og leyfa málinu að fara í gegnum þingið. „Með langtímaáætlun í ríkisfjármálum má ekki vera með halla á ríkissjóði fyrir ákveðið árabil. Nú erum við með nokkur hundruð milljarða afgangs og því mögulegt að veita miklu fé inn í lífeyriskerfið. Ef við gerum þetta ekki núna gerum við þetta aldrei. Ég efast um að það sé vilji fyrir því að skorið verði niður á næstu árum til að gera þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja samkomulagið virt að vettugi KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið. 4. október 2016 07:00 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Mikilvægt er að mati meirihluta fjárlaganefndar að afgreiða lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins þótt óánægju gæti meðal stórra stéttarfélaga. Forsvarsmenn stéttarfélaga komu fyrir fjárlaganefnd í gær þar sem þeir útskýrðu afstöðu sína til frumvarpsins. Þeir telja frumvarpið ekki endurspegla samkomulagið sem undirritað var milli ríkis og stéttarfélaga. Um gríðarlega fjármuni er að ræða.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/pjeturGuðlaugur Þór Þórðarson segir samkomulag milli aðila hafa verið nokkuð skýrt. „Því kom þetta nokkuð á óvart, þetta viðhorf stéttarfélaganna. En nú þarf að setjast yfir þetta,“ segir Guðlaugur. „Þessi gagnrýni er nokkuð seint fram komin en kemur líklega til vegna þess hve seint frumvarpið kemur fram,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þetta er tímamótasamkomulag og það þarf að stoppa upp í þetta gat. Ríkið er að koma með inn í þetta um eitt hundrað milljarða króna sem er engin smáupphæð sem hægt er að færa inn í kerfið. Ef einhver annar verður við völd eftir kosningar veldur þetta fjármagn freistnivanda til að nota í eitthvað allt annað.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir mjög ólíklegt að málið fari í gegnum fjárlaganefnd án þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Hún segir skýringar stóru stéttarfélaganna ítarlegar og sýna að það þurfi að gera breytingar á frumvarpinu. Einnig bendir hún á að fjármagnið glatist ekki við að fresta þessu fram yfir áramót. „Ég er ekki að sjá fjármálaráðherra fara með þetta áfram óbreytt því þá kemst þetta ekki í gegnum þingið. Við munum spyrna við fótum í stjórnarandstöðu verði ekki gerðar breytingar,“ segir Bjarkey. „Bjarni hefur sagt að hann vilji gera þetta í sátt og því mun hann að öllum líkindum fara eftir þessum tilmælum,“ bætir hún við. Guðlaugur Þór segir það skipta miklu máli að klára málið á þessu þingi. Nú sé ákveðinn gluggi opinn til að fara í þetta stóra verkefni og að hann lokist um áramót. Því hljóti það að vera keppikefli að ráðast í þetta á þessu þingi og leyfa málinu að fara í gegnum þingið. „Með langtímaáætlun í ríkisfjármálum má ekki vera með halla á ríkissjóði fyrir ákveðið árabil. Nú erum við með nokkur hundruð milljarða afgangs og því mögulegt að veita miklu fé inn í lífeyriskerfið. Ef við gerum þetta ekki núna gerum við þetta aldrei. Ég efast um að það sé vilji fyrir því að skorið verði niður á næstu árum til að gera þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja samkomulagið virt að vettugi KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið. 4. október 2016 07:00 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Segja samkomulagið virt að vettugi KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið. 4. október 2016 07:00
Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00
Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent