Allir þeir sem lentu í slysinu voru í öryggisbeltum og sluppu því með minniháttar meiðsl en á myndinni hér að ofan sem lögreglan á Vesturlandi birti á Facebook-síðu sinni má sjá hversu illa farinn jeppinn er sem varð fyrir sjúkrabílnum.
Þá sluppu tveir erlendir ferðamenn líka með minniháttar meiðsl þegar bílaleigubíll fór út af og valt við Háls á Skógarströnd í gær. Voru þeir fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akranesi.