Ólík byrjun hjá tveimur Íslandsmeistarakönum Snæfells Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2016 14:00 Haiden Denise Palmer og Kristen Denise McCarthy Vísir/Ernir Bandarísku leikmenn Íslandsmeistaraliða Snæfells undanfarin tvö ár spila nú báðar í þýsku deildinni en þessir frábæru leikmenn vildu báðar reyna fyrir sér í sterkari deild. Þetta eru þær Kristen Denise McCarthy (Íslandsmeistari 2015) og Haiden Denise Palmer (Íslandsmeistari 2016). Palmer spilar með Herner en McCarthy með Freiburg. Efrir þrjár umferðir eru Haiden Palmer og félagar í með fullt hús á toppnum en Kristen McCarthy og félagar í Freiburg hafa aftur á móti tapað öllum sínum þremur leikjum. Það verður þó að taka inn í myndina að Freiburg hefur spilað við þrjú af sterkustu liðum deildarinnar í fyrstu umferðunum en tapaði engu að síður síðasta leik með 37 stigum á móti Wasserburg. Þær mættust strax í fyrstu umferð og þar vann lið Palmer 72-66 heimasigur. Palmer var með 15 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum. McCarthy var með 16 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 3 stolna bolta. Haiden Palmer er kannski bara í 20. sæti yfir stigahæstu konur (13,3) en hún er líka í 2. sæti í stoðsendingum (4,3), í 5. sæti í stolnum boltum (2,7) og í 18. sæti yfir flest fráköst í leik (5,7). McCarthy er ofar í stigaskori en hún er fimmti stigahæsti leikmaður deildarinnar með 18.0 stig í leik. Hún er aftur á móti neðar en Palmer í öllum hinum tölfræðiþáttunum. Gamla liðið þeirra Snæfell varð meistari meistaranna á sunnudaginn og heimsækir Skallagrím annað kvöld í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna. Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá því að Snæfell verði Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Dominos-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira
Bandarísku leikmenn Íslandsmeistaraliða Snæfells undanfarin tvö ár spila nú báðar í þýsku deildinni en þessir frábæru leikmenn vildu báðar reyna fyrir sér í sterkari deild. Þetta eru þær Kristen Denise McCarthy (Íslandsmeistari 2015) og Haiden Denise Palmer (Íslandsmeistari 2016). Palmer spilar með Herner en McCarthy með Freiburg. Efrir þrjár umferðir eru Haiden Palmer og félagar í með fullt hús á toppnum en Kristen McCarthy og félagar í Freiburg hafa aftur á móti tapað öllum sínum þremur leikjum. Það verður þó að taka inn í myndina að Freiburg hefur spilað við þrjú af sterkustu liðum deildarinnar í fyrstu umferðunum en tapaði engu að síður síðasta leik með 37 stigum á móti Wasserburg. Þær mættust strax í fyrstu umferð og þar vann lið Palmer 72-66 heimasigur. Palmer var með 15 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum. McCarthy var með 16 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 3 stolna bolta. Haiden Palmer er kannski bara í 20. sæti yfir stigahæstu konur (13,3) en hún er líka í 2. sæti í stoðsendingum (4,3), í 5. sæti í stolnum boltum (2,7) og í 18. sæti yfir flest fráköst í leik (5,7). McCarthy er ofar í stigaskori en hún er fimmti stigahæsti leikmaður deildarinnar með 18.0 stig í leik. Hún er aftur á móti neðar en Palmer í öllum hinum tölfræðiþáttunum. Gamla liðið þeirra Snæfell varð meistari meistaranna á sunnudaginn og heimsækir Skallagrím annað kvöld í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna. Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá því að Snæfell verði Íslandsmeistari fjórða árið í röð.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira