Stórkostleg ljósmynd tekin í Njarðvík: „Eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 11:12 TF-GAY vél Wow Air á leiðinni til Parísar í morgunsárið. Mynd/Halldór Guðmundsson „Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“ Fréttir af flugi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“
Fréttir af flugi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira