Umboðslaust mannhatur Kjartan Örn Kjartansson skrifar 3. október 2016 11:30 Þetta er fyrirsögn greinar Guðmundar Andra Thorssonar, sem að tiltlar sig rithöfund, sem að birtist í Fréttablaðinu 26. september sl. Þau, sem að hafa þrek til þess að lesa pistlahugleiðingar Guðmundar án þess að verða miður sín, ættu að hafa í huga að orðið rithöfundur merkir þann sem að er höfundur skáldverka i óbundnu máli, en orðið að skálda getur m.a. þýtt að ýkja og að skrökva samkvæmt orðabókinni.Veit ekki en fullyrðir samtÍ greininni ræðst Guðmundur með illmælgi á mann sem að hann þekkir ekki, en sem að ég hins vegar geri. Maðurinn er Helgi Helgason, stjórnmálafæðingur og kennari og sem að er nú einnig formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar (Íþ) og var sem slíkur ásamt með öðrum formönnum stjórnmálaflokanna í skammarlegu furðuviðtali Ríksútvarpsins á dögunum, en rúvið eins og það kallar sig er þekkt fyrir afar vilhallar og óheiðarlegar umfjallanir. Guðmundur finnur Helga allt til foráttu, ég endurtek án þess að vita neitt, en ég get þá upplýst að ljúfari og heiðvirðari maður en Helgi er vandfundinn. Rithöfundurinn leyfir sér að kalla Helga rasista, þ.e. kynþáttafordómamann og er vinsælt hatursyrði fólks af sama sauðarhúsi og rithöfundurinn. Ekkert er fjarri sannleikanum, en Guðmundur segir jafnframt að Helgi sé „...fulltrúi þeirra sjónarmiða ekki eigi að rétta öðru fólki hjálaparhönd..“, og að „....mismunum sé æskileg, óréttlæti sé nauðsyn“. Ja hérna. Ég þekki engan mann Íslenskan sem að er með viðlíka skoðanir og birtist í hugarfari rithöfundarins, en uppspuni er þekkt „let them deny it“ baráttuaðferð misindisfólks, sem að svífist einskis til þess að koma höggi á ímyndaða andstæðinga. Guðmundur fullyrðir einnig að það séu firrur og fleipur hvernig ástandið sé í Svíþjóð vegna gettóa sem múslimar hafa helgað sér þar. Vill Guðmundur e.t.v. leggja eitthvað til málanna um ástandið í Marseille eða fara næstum daglegar fréttir af alls kyns hörmungum í nærlöndum okkar í Evrópu algjörlega fram hjá Guðmundi? Og hver er á móti góðkynja fjölmenningu eins og að borða margþjóða mat og horfa og hlusta á útlenda list og kvikmyndir og meira að segja lesa útlendar bækur svo einhver dæmi séu tekin? Rithöfundurinn er annað hvort illa lesinn og að sér eða að fordómar hans ráða för í einhverju umboðslausu hatri á það fólk og þau málefni, sem að eru honum ekki að skapi.Algjör vanþekkingVeit rithöfundurinn eitthvað um stefnuskrá Íþ? Íslenska þjóðfylkingin er sjálfsprottið afl alþýðufólks og var stofnuð til þess að koma berta skikki á hag og velferð Íslendinga. Ég tala ekki fyrir hönd Íþ en veit og vil upplýsa rithöfundinn að stefnuskráin er svo til hin sama og Hægri grænir, flokkur fólksins, var með fyrir síðustu kosningar og fjallar vítt og breytt um landsins gagn og nauðsynjar, praktískar lausnir á vandamálum og leggur ásamt mörgu fleiru áherslu á frelsishyggju; kristin gildi; sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar; andstöðu við innlimun landisns í ESB; að snúa EES samningnum yfir í viðskiptasamning svo að við séum ekki neydd til þess að gleypa tilskipanir sem að samdar eru af og fyrir ESB löndin en passa okkur ekki nauðsynlega; öryggismál og löggæslu; gagngera endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og gera strandveiðar kvótalausar og frjálsar sem fyrsta skref; og svo velferðarmálin, m.a. með því að gjörbylta stuðningi við aldraða og öryrkja, afnema tekjutengingar og hækka laun þeirra í kr. 300.000 á mánuði skattfrjást. Þótt menn geti greint á um markmið og aðferðafræði að þá er erfitt að nokkur heilvita maður í jafnvægi geti fundið nokkuð illskiljanlegt hvað þá ljótt í þessari stefnuskrá. Á hverju byggir rithöfundurinn þá sleggudóma sína?Rithöfundurinn ætti að vitaÞað þekkja flestir með opin augu hina alvarlegu stöðu í Evrópu vegna landleitarfólks sem að smyglar sér þangað til að þvinga fram vilja sinn. Kostnaðurinn og öll vandamálin þessu samfara eru miklu meiri en ríkin og íbúarnir afbera. Eftir að það kemst inn á Schengen svæðið hrúgar þetta fólk sér einnig hingað og beitir misjöfnum ráðum til þess að öðlast landvist. Allir vilja komst á sósíalinn þótt þeir hafi engan sérstakan áhuga á Íslandi, menningu okkar eða sögu. Þjóðirnar eru nauðbeygðar farnar að bregðast við með ýmsum hætti og Norðmenn t.d. senda nú alla nema þá sem að þarfnast einhverrar sérskoðunar við til baka úr landi innan tveggja sólarhringa. Sum lönd hafa alveg lokað fyrir fólkstrauminn. Hér er hins vegar allt svo viðkvæmt og vandasamt að lítið má gera af ótta við ofstopa rétttrúnaðarins, sem að hirðir ekki um afleiðingarnar hvorki til skemmri né lengri tíma. Vegna sívaxandi fjölda tekur það yfirvöld gjarnan langan tíma að afgreiða sum málin, en viðkomandi eru á meðan með dagpeninga, frítt uppihald, læknisþjónustu o.m.fl., sem að réttrúnaðarfólkinu finnst ágætt vera og ætlast til að aðrir en þeir beri kostnaðinn. Má ekki læra af reynslu annarra þjóða og ræða þessa hluti til þess að komast að einhverri ábyrgri og skynsamlegri niðurstöðu? Hvað er að því að Ísland hafi góða landamæaravörslu og stjórni þvi sjálft hverja við viljum bjóða velkomin hingað og þá hverja ekki? Við þurfum á vinnuafli að halda og sjálfsagt að taka á móti vönduðu kunnáttufólki með óflekkað mannorð sem að styður uppbyggingu landsins og er með atvinnuleyfi. Og þarf ekki að sundurgreina þau, sem að leita að hingað af hagkvænisástæðum til að fá fritt uppihald og hafa það gott og þau sem að eru raunverulegir flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum? Og þarf svo ekki að spyrja hvort fátækir og húsnæðislausir Íslendingar eigi ekki að hafa einhvern forgang á landi hér? Ekki var það landleitarfólkið sem að byggði upp velferðina á Íslandi.Varasöm framtíðarsýnFormaður vinstri flokksins Björt framtíð lætur hafa það erftir sér að hann vilji að Íslendingar verið orðnir 800 þúsund árið 2050. Þótt landinn hefði sig allan við er þess vart að vænta að afraksturinn klári þá pöntun, sem þýðir að opna þarf landið fyrir öllum hinum. Eitthvað held ég að hrikti í hér og þar þegar bornir og barnfæddir eru orðnir í minnihluta og ráða ekki lengur sínu eigin landi. Er það e.t.v. sú framtíðarsýn sem að rithöfundurinn vill berjast fyrir með ofbeldi í garð hinna sem að vilja fara varlega að? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þetta er fyrirsögn greinar Guðmundar Andra Thorssonar, sem að tiltlar sig rithöfund, sem að birtist í Fréttablaðinu 26. september sl. Þau, sem að hafa þrek til þess að lesa pistlahugleiðingar Guðmundar án þess að verða miður sín, ættu að hafa í huga að orðið rithöfundur merkir þann sem að er höfundur skáldverka i óbundnu máli, en orðið að skálda getur m.a. þýtt að ýkja og að skrökva samkvæmt orðabókinni.Veit ekki en fullyrðir samtÍ greininni ræðst Guðmundur með illmælgi á mann sem að hann þekkir ekki, en sem að ég hins vegar geri. Maðurinn er Helgi Helgason, stjórnmálafæðingur og kennari og sem að er nú einnig formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar (Íþ) og var sem slíkur ásamt með öðrum formönnum stjórnmálaflokanna í skammarlegu furðuviðtali Ríksútvarpsins á dögunum, en rúvið eins og það kallar sig er þekkt fyrir afar vilhallar og óheiðarlegar umfjallanir. Guðmundur finnur Helga allt til foráttu, ég endurtek án þess að vita neitt, en ég get þá upplýst að ljúfari og heiðvirðari maður en Helgi er vandfundinn. Rithöfundurinn leyfir sér að kalla Helga rasista, þ.e. kynþáttafordómamann og er vinsælt hatursyrði fólks af sama sauðarhúsi og rithöfundurinn. Ekkert er fjarri sannleikanum, en Guðmundur segir jafnframt að Helgi sé „...fulltrúi þeirra sjónarmiða ekki eigi að rétta öðru fólki hjálaparhönd..“, og að „....mismunum sé æskileg, óréttlæti sé nauðsyn“. Ja hérna. Ég þekki engan mann Íslenskan sem að er með viðlíka skoðanir og birtist í hugarfari rithöfundarins, en uppspuni er þekkt „let them deny it“ baráttuaðferð misindisfólks, sem að svífist einskis til þess að koma höggi á ímyndaða andstæðinga. Guðmundur fullyrðir einnig að það séu firrur og fleipur hvernig ástandið sé í Svíþjóð vegna gettóa sem múslimar hafa helgað sér þar. Vill Guðmundur e.t.v. leggja eitthvað til málanna um ástandið í Marseille eða fara næstum daglegar fréttir af alls kyns hörmungum í nærlöndum okkar í Evrópu algjörlega fram hjá Guðmundi? Og hver er á móti góðkynja fjölmenningu eins og að borða margþjóða mat og horfa og hlusta á útlenda list og kvikmyndir og meira að segja lesa útlendar bækur svo einhver dæmi séu tekin? Rithöfundurinn er annað hvort illa lesinn og að sér eða að fordómar hans ráða för í einhverju umboðslausu hatri á það fólk og þau málefni, sem að eru honum ekki að skapi.Algjör vanþekkingVeit rithöfundurinn eitthvað um stefnuskrá Íþ? Íslenska þjóðfylkingin er sjálfsprottið afl alþýðufólks og var stofnuð til þess að koma berta skikki á hag og velferð Íslendinga. Ég tala ekki fyrir hönd Íþ en veit og vil upplýsa rithöfundinn að stefnuskráin er svo til hin sama og Hægri grænir, flokkur fólksins, var með fyrir síðustu kosningar og fjallar vítt og breytt um landsins gagn og nauðsynjar, praktískar lausnir á vandamálum og leggur ásamt mörgu fleiru áherslu á frelsishyggju; kristin gildi; sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar; andstöðu við innlimun landisns í ESB; að snúa EES samningnum yfir í viðskiptasamning svo að við séum ekki neydd til þess að gleypa tilskipanir sem að samdar eru af og fyrir ESB löndin en passa okkur ekki nauðsynlega; öryggismál og löggæslu; gagngera endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og gera strandveiðar kvótalausar og frjálsar sem fyrsta skref; og svo velferðarmálin, m.a. með því að gjörbylta stuðningi við aldraða og öryrkja, afnema tekjutengingar og hækka laun þeirra í kr. 300.000 á mánuði skattfrjást. Þótt menn geti greint á um markmið og aðferðafræði að þá er erfitt að nokkur heilvita maður í jafnvægi geti fundið nokkuð illskiljanlegt hvað þá ljótt í þessari stefnuskrá. Á hverju byggir rithöfundurinn þá sleggudóma sína?Rithöfundurinn ætti að vitaÞað þekkja flestir með opin augu hina alvarlegu stöðu í Evrópu vegna landleitarfólks sem að smyglar sér þangað til að þvinga fram vilja sinn. Kostnaðurinn og öll vandamálin þessu samfara eru miklu meiri en ríkin og íbúarnir afbera. Eftir að það kemst inn á Schengen svæðið hrúgar þetta fólk sér einnig hingað og beitir misjöfnum ráðum til þess að öðlast landvist. Allir vilja komst á sósíalinn þótt þeir hafi engan sérstakan áhuga á Íslandi, menningu okkar eða sögu. Þjóðirnar eru nauðbeygðar farnar að bregðast við með ýmsum hætti og Norðmenn t.d. senda nú alla nema þá sem að þarfnast einhverrar sérskoðunar við til baka úr landi innan tveggja sólarhringa. Sum lönd hafa alveg lokað fyrir fólkstrauminn. Hér er hins vegar allt svo viðkvæmt og vandasamt að lítið má gera af ótta við ofstopa rétttrúnaðarins, sem að hirðir ekki um afleiðingarnar hvorki til skemmri né lengri tíma. Vegna sívaxandi fjölda tekur það yfirvöld gjarnan langan tíma að afgreiða sum málin, en viðkomandi eru á meðan með dagpeninga, frítt uppihald, læknisþjónustu o.m.fl., sem að réttrúnaðarfólkinu finnst ágætt vera og ætlast til að aðrir en þeir beri kostnaðinn. Má ekki læra af reynslu annarra þjóða og ræða þessa hluti til þess að komast að einhverri ábyrgri og skynsamlegri niðurstöðu? Hvað er að því að Ísland hafi góða landamæaravörslu og stjórni þvi sjálft hverja við viljum bjóða velkomin hingað og þá hverja ekki? Við þurfum á vinnuafli að halda og sjálfsagt að taka á móti vönduðu kunnáttufólki með óflekkað mannorð sem að styður uppbyggingu landsins og er með atvinnuleyfi. Og þarf ekki að sundurgreina þau, sem að leita að hingað af hagkvænisástæðum til að fá fritt uppihald og hafa það gott og þau sem að eru raunverulegir flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum? Og þarf svo ekki að spyrja hvort fátækir og húsnæðislausir Íslendingar eigi ekki að hafa einhvern forgang á landi hér? Ekki var það landleitarfólkið sem að byggði upp velferðina á Íslandi.Varasöm framtíðarsýnFormaður vinstri flokksins Björt framtíð lætur hafa það erftir sér að hann vilji að Íslendingar verið orðnir 800 þúsund árið 2050. Þótt landinn hefði sig allan við er þess vart að vænta að afraksturinn klári þá pöntun, sem þýðir að opna þarf landið fyrir öllum hinum. Eitthvað held ég að hrikti í hér og þar þegar bornir og barnfæddir eru orðnir í minnihluta og ráða ekki lengur sínu eigin landi. Er það e.t.v. sú framtíðarsýn sem að rithöfundurinn vill berjast fyrir með ofbeldi í garð hinna sem að vilja fara varlega að?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun