Þrettán tíma seinkun hjá Wow Air: Aðeins helmingur farþega komst með til Amsterdam Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2016 14:06 Ein af farþegaþotum Wow Air. Vísir/Vilhelm Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira