Stöð 2 Sport býður upp á tvíhöfða í Domino's-deild kvenna í körfubolta á laugardaginn í beinni útsendingu þegar fimmta umferðin hefst.
Klukkan 14.30 verður leikur Íslandsmeistara Snæfells og Stjörnunnar í Hólminum sýndur beint og í kjölfarið verður skipt yfir til Njarðvíkur þar sem fram fer Reykjanesbæjarslagur erkifjendanna Njarðvíkur og Keflavíkur klukkan 16.30. Báðir leikirnir verða á Stöð 2 Sport 4 HD.
Enginn leikur verður í beinni útsendingu í kvöld þegar fjórða umferðin fer fram í heild sinni. Meistaradeildin í fótbolta er með allar rásir Stöðvar 2 Sports herteknar en bætt verður upp fyrir það með tvíhöfða á laugardaginn.
Þetta er vafalítið fyrsti tvíhöfðinn í efstu deild kvenna í körfubolta sem sýndur er í beinni útsendingu og virkilega spennandi leikir í boði.
Stjarnan hefur komið skemmtilega á óvart við upphaf leiktíðar og er á toppnum og þá er Njarðvík einnig að spila mun betur en búist var við. Ungt lið Keflavíkur er einnig búið að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum líkt og meistarar Snæfells.
Tvíhöfðinn á laugardaginn:
14.30 Snæfell - Stjarnan, Stöð 2 Sport 4 HD
16.30 Njarðvík - Keflavík, Stöð 2 Sport 4 HD
Tvíhöfði í kvennakörfunni í beinni á laugardaginn
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
