Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2016 15:08 Víðir Reynisson er lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi en Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður þess landshluta. vísir Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Það sé þó þannig að engin ein lausn sé til á því vandamáli sem snýr að öryggi fólks í fjörunni. Þórdís birti í gær myndband á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar þar sem sést að ferðamenn nú sem áður leggja sig í stórhættu við að ná sem bestum myndum í fjörunni en Þórdís og Sigurlaug voru í fjóra daga í Reynisfjöru í liðinni viku. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Þórdís að margir ferðamannanna hafi verið að reyna að taka hina fullkomnu mynd. Þá sagði hún í samtali við mbl.is að það hefði komið þeim á óvart hversu lítið ferðamennirnir voru meðvitaðir um hættuna. Ný skilti sem vara ferðamenn við hættunni í Reynisfjöru voru sett upp í fjörunni fyrr í mánuðinum en aðspurður hvort að skiltin skili tilætluðum árangri segir Víðir erfitt að meta það. „En þetta eru frábær gögn sem þessir nemendur eru að safna og það verður mjög áhugavert að sjá niðurstöðurnar, til að mynda hvað þetta er stór hluti af ferðamönnum sem eru að koma þarna sem eru með þessa hegðun sem þær eru að sýna í þessum myndböndum, eru þetta einstök tilvik eða er þetta mjög algengt?“Sjá einnig: Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnumHér sést einn af dröngunum sem ferðamenn vilja svo ólmir ná mynd af.Vísir/Friðrik ÞórVíðir segir það vitað að ávallt sé einhver hluti ferðamanna sem tekur ekki til sín viðvaranir. Rannsókn þeirra Þórdísar og Sigurlaugar sé frábært innlegt í umræðuna um Reynisfjöru og til að meta það hvort skiltin dugi eða hvort gera þurfi meira. „Ég er nú þegar búinn að fá viðbrögð frá aðilum sem segja að við verðum að gera meira og einhvern veginn reyna að neyða fólk þannig að það komist ekki niður í fjöru nema klifra yfir skiltin eða eitthvað slíkt, ég veit ekki hvaða leið menn vilja fara í því en einhvern veginn þá að búa til enn þrengri leið niður í fjöruna.“Ekki raunhæft að setja bryggju eða útsýnispall út í sjó Að sögn Víðis er ekki raunhæft að byggja einhvers konar bryggju eða útsýnispall til að auðvelda ferðamönnum að taka myndum af dröngunum. „Ein af ástæðunum fyrir því að skiltin eru þar sem þau eru er sú að brimið gengur þarna alveg upp. Allt sem er sett er þarna niður í fjöru það fer bara í mesta briminu þannig að einhvers konar bryggja eða útsýnispallur mun bara eyðileggjast í veðrum og briminu sem er þarna.“Banaslys varð í Reynisfjöru í febrúar síðastliðnum og var lögreglan í kjölfarið með vakt í fjörunni. Víðir segir lögregluna á Suðurlandi hvorki hafa mannskap né fjármuni til þess að vera með ávallt með vakt á staðnum. „Það voru umræður um það að þetta væri einn af stöðunum þar sem þyrfti að koma á svona landvörslu en þegar við vorum með vaktina þarna þá tók ég eina vakt. Þann dag var algjör blíða og lítið brim, sól og enginn vindur. Samt voru að koma þarna frekar hættulegar öldur og við vorum hlaupandi þarna fram og til baka um fjöruna að aðstoða fólk sem var að fara út í sjóinn þó að við værum með þessa vakt. Þannig að það er engin ein lausn á þessu og að einhverju leyti verður það alltaf þannig að það verður fólk með áhættuhegðun sem okkur þykir skrýtin. Við getum þó unnið með umhverfið, skýrar reglur og svona vakt. Það mun minnka þann fjölda sem setur sig í svona hættu.“ Víðir segir að næsta skref varðandi Reynisfjöru sé að endurmeta hvort viðvörunarskilti á staðnum hafi tilætluð áhrif. Hann ítrekar að þar geti rannsókn þeirra Þórdísar og Sigurlaugar komið að góðum notum þegar niðurstöður hennar liggja fyrir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Það sé þó þannig að engin ein lausn sé til á því vandamáli sem snýr að öryggi fólks í fjörunni. Þórdís birti í gær myndband á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar þar sem sést að ferðamenn nú sem áður leggja sig í stórhættu við að ná sem bestum myndum í fjörunni en Þórdís og Sigurlaug voru í fjóra daga í Reynisfjöru í liðinni viku. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Þórdís að margir ferðamannanna hafi verið að reyna að taka hina fullkomnu mynd. Þá sagði hún í samtali við mbl.is að það hefði komið þeim á óvart hversu lítið ferðamennirnir voru meðvitaðir um hættuna. Ný skilti sem vara ferðamenn við hættunni í Reynisfjöru voru sett upp í fjörunni fyrr í mánuðinum en aðspurður hvort að skiltin skili tilætluðum árangri segir Víðir erfitt að meta það. „En þetta eru frábær gögn sem þessir nemendur eru að safna og það verður mjög áhugavert að sjá niðurstöðurnar, til að mynda hvað þetta er stór hluti af ferðamönnum sem eru að koma þarna sem eru með þessa hegðun sem þær eru að sýna í þessum myndböndum, eru þetta einstök tilvik eða er þetta mjög algengt?“Sjá einnig: Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnumHér sést einn af dröngunum sem ferðamenn vilja svo ólmir ná mynd af.Vísir/Friðrik ÞórVíðir segir það vitað að ávallt sé einhver hluti ferðamanna sem tekur ekki til sín viðvaranir. Rannsókn þeirra Þórdísar og Sigurlaugar sé frábært innlegt í umræðuna um Reynisfjöru og til að meta það hvort skiltin dugi eða hvort gera þurfi meira. „Ég er nú þegar búinn að fá viðbrögð frá aðilum sem segja að við verðum að gera meira og einhvern veginn reyna að neyða fólk þannig að það komist ekki niður í fjöru nema klifra yfir skiltin eða eitthvað slíkt, ég veit ekki hvaða leið menn vilja fara í því en einhvern veginn þá að búa til enn þrengri leið niður í fjöruna.“Ekki raunhæft að setja bryggju eða útsýnispall út í sjó Að sögn Víðis er ekki raunhæft að byggja einhvers konar bryggju eða útsýnispall til að auðvelda ferðamönnum að taka myndum af dröngunum. „Ein af ástæðunum fyrir því að skiltin eru þar sem þau eru er sú að brimið gengur þarna alveg upp. Allt sem er sett er þarna niður í fjöru það fer bara í mesta briminu þannig að einhvers konar bryggja eða útsýnispallur mun bara eyðileggjast í veðrum og briminu sem er þarna.“Banaslys varð í Reynisfjöru í febrúar síðastliðnum og var lögreglan í kjölfarið með vakt í fjörunni. Víðir segir lögregluna á Suðurlandi hvorki hafa mannskap né fjármuni til þess að vera með ávallt með vakt á staðnum. „Það voru umræður um það að þetta væri einn af stöðunum þar sem þyrfti að koma á svona landvörslu en þegar við vorum með vaktina þarna þá tók ég eina vakt. Þann dag var algjör blíða og lítið brim, sól og enginn vindur. Samt voru að koma þarna frekar hættulegar öldur og við vorum hlaupandi þarna fram og til baka um fjöruna að aðstoða fólk sem var að fara út í sjóinn þó að við værum með þessa vakt. Þannig að það er engin ein lausn á þessu og að einhverju leyti verður það alltaf þannig að það verður fólk með áhættuhegðun sem okkur þykir skrýtin. Við getum þó unnið með umhverfið, skýrar reglur og svona vakt. Það mun minnka þann fjölda sem setur sig í svona hættu.“ Víðir segir að næsta skref varðandi Reynisfjöru sé að endurmeta hvort viðvörunarskilti á staðnum hafi tilætluð áhrif. Hann ítrekar að þar geti rannsókn þeirra Þórdísar og Sigurlaugar komið að góðum notum þegar niðurstöður hennar liggja fyrir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira