Tæklum vandann, ekki afleiðingarnar Starri Reynisson skrifar 18. október 2016 14:16 Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar