Zlatan: Varð sannfærður þegar "Sá sérstaki“ hringdi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 18:30 Zlatan gat ekki sagt nei við Mourinho. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við Manchester United í sumar frá PSG. En hann hefði getað endað á Old Trafford ári fyrr. Zlatan og Mourinho eru miklir mátar síðan „Sá sérstaki“, eins og Mourinho er stundum kallaður, var knattspyrnustjóri Zlatans hjá Inter. Í viðtali við Mirror segir Zlatan að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í fyrrasumar þegar Louis Van Gall stjórnaði liðinu. „Það var rætt um það að ég færi til United í fyrra, það er rétt. En ég trúði ekki á verkefnið, það var ekki réttur tímapunktur þá,“ sagði Zlatan en sagði að önnur staða hefði komið upp þegar Mourinho var orðinn knattspyrnustjóri Manchester United. „Þeir fengu „Þann sérstaka“ og þegar hann hringir og byrjar að tala við þig þá verður þú sannfærður. Hann þurfti ekki að tala lengi til þess að sannfæra mig. Það var nóg fyrir hann að hringja og segja að hann biði eftir mér í Manchester og ég var á lagður af stað,“ bætti Zlatan við. Þeir félagar Zlatan og Mourinho þekkja hvorn annan vel eftir þau tvö ár sem þeir voru saman hjá Inter. Inter varð meistari bæði árin. „Ég veit hvað hann vill, hvaða kröfur hann setur. Hann er sigurvegari og ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara líka. Ég myndi gera hvað sem er til þess að vinna og hann hugsar eins. Því meiri tíma sem við eyðum saman, því meiri tíma sem við æfum saman því betri verðum við,“ sagði Zlatan kokhraustur að vanda. Zlatan hefur byrjað ágætlega hjá United á leiktíðinni og skorað fjögur deildarmörk í sjö leikjum. „Ég trúi því að vinna skili sér, þú leggur hart að þér og færð borgað. Ef maður leggur ekkert á sig þá fær maður ekkert til baka. Ég held að 50% af þessari íþrótt sé í hausnum á þér, hugarfarið. Ef maður undirbýr sig andlega þá verður allt auðveldara.“ Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við Manchester United í sumar frá PSG. En hann hefði getað endað á Old Trafford ári fyrr. Zlatan og Mourinho eru miklir mátar síðan „Sá sérstaki“, eins og Mourinho er stundum kallaður, var knattspyrnustjóri Zlatans hjá Inter. Í viðtali við Mirror segir Zlatan að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í fyrrasumar þegar Louis Van Gall stjórnaði liðinu. „Það var rætt um það að ég færi til United í fyrra, það er rétt. En ég trúði ekki á verkefnið, það var ekki réttur tímapunktur þá,“ sagði Zlatan en sagði að önnur staða hefði komið upp þegar Mourinho var orðinn knattspyrnustjóri Manchester United. „Þeir fengu „Þann sérstaka“ og þegar hann hringir og byrjar að tala við þig þá verður þú sannfærður. Hann þurfti ekki að tala lengi til þess að sannfæra mig. Það var nóg fyrir hann að hringja og segja að hann biði eftir mér í Manchester og ég var á lagður af stað,“ bætti Zlatan við. Þeir félagar Zlatan og Mourinho þekkja hvorn annan vel eftir þau tvö ár sem þeir voru saman hjá Inter. Inter varð meistari bæði árin. „Ég veit hvað hann vill, hvaða kröfur hann setur. Hann er sigurvegari og ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara líka. Ég myndi gera hvað sem er til þess að vinna og hann hugsar eins. Því meiri tíma sem við eyðum saman, því meiri tíma sem við æfum saman því betri verðum við,“ sagði Zlatan kokhraustur að vanda. Zlatan hefur byrjað ágætlega hjá United á leiktíðinni og skorað fjögur deildarmörk í sjö leikjum. „Ég trúi því að vinna skili sér, þú leggur hart að þér og færð borgað. Ef maður leggur ekkert á sig þá fær maður ekkert til baka. Ég held að 50% af þessari íþrótt sé í hausnum á þér, hugarfarið. Ef maður undirbýr sig andlega þá verður allt auðveldara.“
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira