Souness: Liverpool getur orðið meistari Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 12:30 Souness og Henry ræddu stórleik Liverpool og Manchester United sem fram fer annað kvöld. Vísir/Getty Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira