Von á næturfrosti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2016 07:46 Búast má við næturfrosti næstu nótt á þeim stöðum þar sem vindur er hægur og léttskýjað á himni. Vísir/Vilhelm „Eftir stórrigningar og stífan vind í vikunni, er nú allt fallið í ljúfa löð í veðrinu á Íslandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Von er á næturfrosti víða um land. Í dag verður hægur vindur á landinu og víða sólríkt á Norður- og Norðausturlandi, en annars staðar er búist við að ský hylji himininn að mestu, þó ekki sé gert ráð fyrir úrkomu að neinu ráði úr þeim skýjum. Reikna má með fimm til tíu stiga hita. „Í hægum vindi og skýlausu veðri að hausti lætur næturfrostið yfirleitt á sér kræla. Þannig var málum háttað á Norðausturlandi í nótt og sem dæmi má nefna að það mældist 3.7 stiga frost á Staðarhóli í Aðaldal og 2.8 stiga frost á Torfum í Eyjafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal. Búast má við næturfrosti næstu nótt á þeim stöðum þar sem vindur er hægur og léttskýjað á himni,“ segir í hugleiðingunum. Á morgun tekur við fremur hæg austanátt, en aðeins blæs með suðurströndinni, kringum 10 m/s. Úrkomusvæði nálgast landið úr austri á morgun og úr því verða regndropar viðloðandi austan- og sunnanlands. Norðan- og vestantil á landinu ætti að hanga þurrt en í byrjun næstu viku er áfram gert ráð fyrir tiltölulega rólegum vindi og úrkomulitlu veðri, mesta lagi skúrir á víð og dreif. Samkvæmt nýjustu spám er síðan gert ráð fyrir að hann fari aftur í stífa sunnanátt frá og með miðvikudegi með vætu sunnan- og vestanlands. Í hlýrri sunnanáttinni fer hitinn yfir 10 stigin, einkum í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi.Veðurhorfur á landinuHægviðri, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en bjart á Norðurlandi. Austlæg átt 3-8 á morgun, en 8-13 með suðurströndinni. Dálítil væta austan- og sunnanlands, en þurrt að mestu annars staðar á landinu. Hiti víða 5 til 10 stig yfir daginn.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil rigning með köflum sunnan- og austantil, en þurrt norðan- og vestanlands. Hiti 3 til 8 stig.Á mánudag:Hæg austlæg eða breytileg átt og skúrir, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.Á þriðjudag:Suðvestan 5-10 um landið vestanvert og lítilsháttar væta. Hægari austantil og bjartviðri. Hiti 3 til 8 stig.Á miðvikudag:Gengur í stífa sunnanátt með súld eða rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður, hiti 7 til 14 stig síðdegis, hlýjast fyrir norðan.Á fimmtudag og föstudag:Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt með vætusömu veðri sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 12 stig. Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
„Eftir stórrigningar og stífan vind í vikunni, er nú allt fallið í ljúfa löð í veðrinu á Íslandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Von er á næturfrosti víða um land. Í dag verður hægur vindur á landinu og víða sólríkt á Norður- og Norðausturlandi, en annars staðar er búist við að ský hylji himininn að mestu, þó ekki sé gert ráð fyrir úrkomu að neinu ráði úr þeim skýjum. Reikna má með fimm til tíu stiga hita. „Í hægum vindi og skýlausu veðri að hausti lætur næturfrostið yfirleitt á sér kræla. Þannig var málum háttað á Norðausturlandi í nótt og sem dæmi má nefna að það mældist 3.7 stiga frost á Staðarhóli í Aðaldal og 2.8 stiga frost á Torfum í Eyjafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal. Búast má við næturfrosti næstu nótt á þeim stöðum þar sem vindur er hægur og léttskýjað á himni,“ segir í hugleiðingunum. Á morgun tekur við fremur hæg austanátt, en aðeins blæs með suðurströndinni, kringum 10 m/s. Úrkomusvæði nálgast landið úr austri á morgun og úr því verða regndropar viðloðandi austan- og sunnanlands. Norðan- og vestantil á landinu ætti að hanga þurrt en í byrjun næstu viku er áfram gert ráð fyrir tiltölulega rólegum vindi og úrkomulitlu veðri, mesta lagi skúrir á víð og dreif. Samkvæmt nýjustu spám er síðan gert ráð fyrir að hann fari aftur í stífa sunnanátt frá og með miðvikudegi með vætu sunnan- og vestanlands. Í hlýrri sunnanáttinni fer hitinn yfir 10 stigin, einkum í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi.Veðurhorfur á landinuHægviðri, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en bjart á Norðurlandi. Austlæg átt 3-8 á morgun, en 8-13 með suðurströndinni. Dálítil væta austan- og sunnanlands, en þurrt að mestu annars staðar á landinu. Hiti víða 5 til 10 stig yfir daginn.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil rigning með köflum sunnan- og austantil, en þurrt norðan- og vestanlands. Hiti 3 til 8 stig.Á mánudag:Hæg austlæg eða breytileg átt og skúrir, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.Á þriðjudag:Suðvestan 5-10 um landið vestanvert og lítilsháttar væta. Hægari austantil og bjartviðri. Hiti 3 til 8 stig.Á miðvikudag:Gengur í stífa sunnanátt með súld eða rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður, hiti 7 til 14 stig síðdegis, hlýjast fyrir norðan.Á fimmtudag og föstudag:Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt með vætusömu veðri sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira