Hildur Sigurðardóttir er að byrja þjálfaraferil sinn vel í körfuboltanum en þessi sigursæli leikmaður tók við kvennaliði Breiðabliks fyrir þetta tímabil.
Breiðablik er í 1. deildinni og hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Hildar. Hildur er því líkleg til að koma liðinu upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun.
Breiðablik vann ellefu stiga sigur á KR í kvöld, 59-48, en Blikakonur höfðu áður unnið Þór Akureyri og Fjölni. Hildur hefur þar með unnið þrjá fyrstu mótsleiki sína sem þjálfari og er greinilega að finna sig vel á nýjum stað.
Leikurinn í kvöld var samt fyrsti sigur Hildar á kvenþjálfara. Heiðrún Kristmundsdóttir þjálfar lið KR en karlar þjálfa bæði lið Þórs og lið Fjölnis. Þetta var jafnramt fyrst tap KR-liðsins í vetur.
Hildur lagði skóna á hilluna vorið 2015 eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð með sínu uppeldisfélagi, Snæfelli. Hildur hafði áður orðið fimm sinnum Íslandsmeistari með KR.
Telma Lind Ásgeirsdóttir skoraði 15 stig fyrir Blikaliðið í kvöld, Shanna Dacanay var með 11 sitg og Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Kristbjörg Pálsdóttir var með 13 stig hjá KR.
Hildur áfram ósigruð sem þjálfari
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

