Ungir kjósendur athugið! Lýður Árnason skrifar 14. október 2016 07:00 Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar