Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson skrifar 13. október 2016 12:31 Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun