Ingunn úlnliðsbrotin og Ingibjörg rifbeinsbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:13 Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir. Vísir/Anton Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira