Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Rætt var um samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi á fundi SFÚ og FA. Mynd/FA Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira