Handleiðslu stjórnvalda sárlega saknað Svavar Hávarðsson skrifar 13. október 2016 07:00 Um Keflavíkurflugvöll fara rúmlega sex milljónir farþega á þessu ári og búist er við níu milljónum á því næsta. Mynd/Isavia Það er ekki ofsagt að allar tölur er varða þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi á síðastliðnum árum og spár um framhaldið eru eins og í lygasögu. Það sama á svo sannarlega við um þróun farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli á sama tíma og allar spár til næstu ára og áratuga. Verkefnið framundan – að mæta þeim áskorunum sem tölurnar taka til – er risavaxið. Gagnrýnisraddir eru háværar um aðkomu stjórnvalda og spurt hvernig í ósköpunum það megi vera að fjölgun ferðamanna og þarfir ferðaþjónustunnar séu ekki meira áberandi í pólitískri umræðu í aðdraganda kosninga.Stefnir í 20 milljónir farþega Þetta er meðal þess sem kom fram í erindum – og á göngum hótels Nordica – á fundi Isavia um áhrif uppbyggingar Keflavíkurflugvallar í gær. Það liggur fyrir að fjölgun ferðalanga sem fara um Keflavíkurflugvöll og ferðamanna sem hér dvelja í lengri eða skemmri tíma er fordæmalaus. Um 6,7 milljónir farþega fara um völlinn á þessu ári og búist er við öðrum þremur milljónum til viðbótar á því næsta. Framtíðarsýnin gerir ráð fyrir 20 milljónum farþega árið 2040 – og þá eru taldir tveir aðskildir hópar; þeir sem eru að koma og fara og hinir sem eru á leið yfir hafið og koma við í Keflavík á leiðinni annað. Mikilvægi Keflavíkurflugvallar verður seint ofmetið þar sem hann er gáttin inn í landið og stærsti hlekkurinn í langri keðju innviða ferðaþjónustunnar. Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, tiplaði á þessum tölulegu staðreyndum en sagði jafnframt að ekki dygði að horfa bara á flugvöllinn sem hlið inn í landið – hann væri svo miklu meira en það og mikilvægi hans jafnvel vanmetið. Því sé gríðarlega mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að nauðsynlegri stækkun flugvallarins.Segull „Flugvellir eru ekki lengur bara staðir þar sem fólk kemur og fer, heldur vaxtarsvæði fyrirtækja sem njóta góðs af nálægðinni við völlinn. Skýr stefna í þessa átt getur skilað auknum vöru- og þjónustuviðskiptum, laðað til landsins erlendar fjárfestingar, fjölgað verðmætum störfum og aukið hagsæld íbúa landsins alls,“ sagði Elín og hnykkti á samhenginu við að Keflavíkurflugvöllur er samgöngumiðstöð á milli heimsálfa og þá fyrst og síðast Evrópu og Norður-Ameríku. Því geti svæðið verið segull fyrir hvers konar starfsemi sem skapar verðmæti fyrir samfélagið, og því séu þær tengingar sem flugvöllurinn veitir gríðarlega mikilvægar. Ekki síst eigi það við um möguleika íslenskra fyrirtækja til að stunda viðskipti og afla sér alþjóðlegrar þekkingar.Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri IsaviaVarnagli En hér sló Elín varnagla. Þessi þróun geti ekki átt sér stað í tómarúmi heldur verði nær allt annað í samfélaginu að ganga í takt. Tækifærin séu sannarlega fyrir hendi en hvernig viljum við nýta þau til vaxtar fyrir samfélag okkar? Þeirri spurningu verður að svara, sagði Elín. „Uppbygging þarf að vera sjálfbær og í takti við stefnumótun stjórnvalda. Uppbygging þarf að fylgja aðgerðaáætlun um hvernig taka skal á móti þeim farþegum sem koma til landsins,“ sagði hún. Samfélagið þurfi því að svara áleitnum spurningum og ein þeirra sé hvar þolmörk greinarinnar liggi. Hvað með aðgang að vinnuafli, samgöngur, löggæslu, heilbrigðisþjónustu og gæði og fjölbreytileika afþreyingar, álag á náttúruna eða samfélagsleg áhrif í stærra samhengi? „Ljóst þykir að vöntun er á heildstæðri stefnu sem tekur meðal annars á framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu, flugrekstrar og þeim innviðum sem byggja þarf upp til að sú sýn nái fram að ganga,“ sagði Elín því hvort sem væri litið til bjartsýnustu spár um fjölgun farþega eða þeirrar svartsýnustu þá væri ekki valkostur að sitja auðum höndum. Bregðast verði við.Flöskuhálsinn Ekki er liðin vika síðan þessi mál voru til umræðu á öðrum vettvangi – ráðstefnu Íslenska sjávarklasans undir heitinu Flutningalandið Ísland. Þar komu fram sjónarmið um stöðu mála frá hinni hliðinni þegar Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði frá því hvernig hann sér stöðuna. Samantekið lítur það svona út: Vöntun á framsýni og skilningsleysi stjórnvalda á þróun ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið dragbítur á nauðsynlega uppbyggingu. Stefnumörkun til lengri tíma og framkvæmdir verða að koma til. Stærsti flöskuhálsinn er Keflavíkurflugvöllur sem er löngu sprunginn, og á sama tíma og útflutningstekjur af ferðaþjónustu eru 500 milljarðar er rifist um smáaura við einstakar framkvæmdir. „Árið 2018 og árin þar á eftir erum við að lenda á vegg mjög víða, og það verður ekki leyst nema að það verði allsherjar viðhorfs- og stefnubreyting. Sem hefst hjá stjórnvöldum,“ sagði Skúli.Spilaborgin Í lok ráðstefnunnar í gær var gestum og gangandi boðið að taka til máls – fyrstur til að nýta sér það var Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu og fyrrverandi stjórnarformaður Isavia, sem setti málið í það samhengi að Keflavíkurflugvöllur væri aðeins ein tönn á risastóru hjóli. Hann vildi koma því á framfæri að starfsemin hér er öll byggð á alþjóðlegum lögum og reglum sem flugrekstraraðilar hér þurfa að lúta – heima sem erlendis undir ströngu eftirliti. „Nýlega var fjárveitingavaldið loksins að smella 100 milljónum til að sjá til þess að landamæraeftirlit stöðvaðist ekki,“ sagði Þórólfur og var sýnilega ofboðið. Hann sagði „fjárveitingavaldið fylgir ekki með þessari þróun“, og vildi hafa uppi þau varnaðarorð til stjórnvalda „að allt getur þetta fallið eins og spilaborg“ ef ekki er tryggt að eftirlitsaðilar hafi mannafla og vigt til að sinna sínu hlutverki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Það er ekki ofsagt að allar tölur er varða þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi á síðastliðnum árum og spár um framhaldið eru eins og í lygasögu. Það sama á svo sannarlega við um þróun farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli á sama tíma og allar spár til næstu ára og áratuga. Verkefnið framundan – að mæta þeim áskorunum sem tölurnar taka til – er risavaxið. Gagnrýnisraddir eru háværar um aðkomu stjórnvalda og spurt hvernig í ósköpunum það megi vera að fjölgun ferðamanna og þarfir ferðaþjónustunnar séu ekki meira áberandi í pólitískri umræðu í aðdraganda kosninga.Stefnir í 20 milljónir farþega Þetta er meðal þess sem kom fram í erindum – og á göngum hótels Nordica – á fundi Isavia um áhrif uppbyggingar Keflavíkurflugvallar í gær. Það liggur fyrir að fjölgun ferðalanga sem fara um Keflavíkurflugvöll og ferðamanna sem hér dvelja í lengri eða skemmri tíma er fordæmalaus. Um 6,7 milljónir farþega fara um völlinn á þessu ári og búist er við öðrum þremur milljónum til viðbótar á því næsta. Framtíðarsýnin gerir ráð fyrir 20 milljónum farþega árið 2040 – og þá eru taldir tveir aðskildir hópar; þeir sem eru að koma og fara og hinir sem eru á leið yfir hafið og koma við í Keflavík á leiðinni annað. Mikilvægi Keflavíkurflugvallar verður seint ofmetið þar sem hann er gáttin inn í landið og stærsti hlekkurinn í langri keðju innviða ferðaþjónustunnar. Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, tiplaði á þessum tölulegu staðreyndum en sagði jafnframt að ekki dygði að horfa bara á flugvöllinn sem hlið inn í landið – hann væri svo miklu meira en það og mikilvægi hans jafnvel vanmetið. Því sé gríðarlega mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að nauðsynlegri stækkun flugvallarins.Segull „Flugvellir eru ekki lengur bara staðir þar sem fólk kemur og fer, heldur vaxtarsvæði fyrirtækja sem njóta góðs af nálægðinni við völlinn. Skýr stefna í þessa átt getur skilað auknum vöru- og þjónustuviðskiptum, laðað til landsins erlendar fjárfestingar, fjölgað verðmætum störfum og aukið hagsæld íbúa landsins alls,“ sagði Elín og hnykkti á samhenginu við að Keflavíkurflugvöllur er samgöngumiðstöð á milli heimsálfa og þá fyrst og síðast Evrópu og Norður-Ameríku. Því geti svæðið verið segull fyrir hvers konar starfsemi sem skapar verðmæti fyrir samfélagið, og því séu þær tengingar sem flugvöllurinn veitir gríðarlega mikilvægar. Ekki síst eigi það við um möguleika íslenskra fyrirtækja til að stunda viðskipti og afla sér alþjóðlegrar þekkingar.Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri IsaviaVarnagli En hér sló Elín varnagla. Þessi þróun geti ekki átt sér stað í tómarúmi heldur verði nær allt annað í samfélaginu að ganga í takt. Tækifærin séu sannarlega fyrir hendi en hvernig viljum við nýta þau til vaxtar fyrir samfélag okkar? Þeirri spurningu verður að svara, sagði Elín. „Uppbygging þarf að vera sjálfbær og í takti við stefnumótun stjórnvalda. Uppbygging þarf að fylgja aðgerðaáætlun um hvernig taka skal á móti þeim farþegum sem koma til landsins,“ sagði hún. Samfélagið þurfi því að svara áleitnum spurningum og ein þeirra sé hvar þolmörk greinarinnar liggi. Hvað með aðgang að vinnuafli, samgöngur, löggæslu, heilbrigðisþjónustu og gæði og fjölbreytileika afþreyingar, álag á náttúruna eða samfélagsleg áhrif í stærra samhengi? „Ljóst þykir að vöntun er á heildstæðri stefnu sem tekur meðal annars á framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu, flugrekstrar og þeim innviðum sem byggja þarf upp til að sú sýn nái fram að ganga,“ sagði Elín því hvort sem væri litið til bjartsýnustu spár um fjölgun farþega eða þeirrar svartsýnustu þá væri ekki valkostur að sitja auðum höndum. Bregðast verði við.Flöskuhálsinn Ekki er liðin vika síðan þessi mál voru til umræðu á öðrum vettvangi – ráðstefnu Íslenska sjávarklasans undir heitinu Flutningalandið Ísland. Þar komu fram sjónarmið um stöðu mála frá hinni hliðinni þegar Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði frá því hvernig hann sér stöðuna. Samantekið lítur það svona út: Vöntun á framsýni og skilningsleysi stjórnvalda á þróun ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið dragbítur á nauðsynlega uppbyggingu. Stefnumörkun til lengri tíma og framkvæmdir verða að koma til. Stærsti flöskuhálsinn er Keflavíkurflugvöllur sem er löngu sprunginn, og á sama tíma og útflutningstekjur af ferðaþjónustu eru 500 milljarðar er rifist um smáaura við einstakar framkvæmdir. „Árið 2018 og árin þar á eftir erum við að lenda á vegg mjög víða, og það verður ekki leyst nema að það verði allsherjar viðhorfs- og stefnubreyting. Sem hefst hjá stjórnvöldum,“ sagði Skúli.Spilaborgin Í lok ráðstefnunnar í gær var gestum og gangandi boðið að taka til máls – fyrstur til að nýta sér það var Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu og fyrrverandi stjórnarformaður Isavia, sem setti málið í það samhengi að Keflavíkurflugvöllur væri aðeins ein tönn á risastóru hjóli. Hann vildi koma því á framfæri að starfsemin hér er öll byggð á alþjóðlegum lögum og reglum sem flugrekstraraðilar hér þurfa að lúta – heima sem erlendis undir ströngu eftirliti. „Nýlega var fjárveitingavaldið loksins að smella 100 milljónum til að sjá til þess að landamæraeftirlit stöðvaðist ekki,“ sagði Þórólfur og var sýnilega ofboðið. Hann sagði „fjárveitingavaldið fylgir ekki með þessari þróun“, og vildi hafa uppi þau varnaðarorð til stjórnvalda „að allt getur þetta fallið eins og spilaborg“ ef ekki er tryggt að eftirlitsaðilar hafi mannafla og vigt til að sinna sínu hlutverki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira