Neytendasamtökin á krossgötum Ólafur Arnarson skrifar 13. október 2016 07:00 Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Sjá meira
Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun