Í átt að „góðri“ peningastjórnun fyrir Ísland Lars Christensen skrifar 12. október 2016 09:00 Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun