„Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2016 21:12 Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Vísir/Valli „Nú er slétt vika síðan hann fór í aðgerðina sem gekk mjög vel og Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt,“ segir leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir um baráttu eiginmanns síns og leikarans, Stefáns Karls Stefánssonar, við krabbamein. Steinunn segir frá líðan Stefáns á Facebook-síðu sinni en hún segir illkynja meinið í brishöfðinu eiga upptök sín í gallgöngunum, neðarlega í brishöfðinu. „Og heitir því sjúkdómurinn gallgangakrabbamein eða cholangioarcarcinoma,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna hafa náð meininu öllu og skurðbrúnir hreinar af krabbameinsfrumum. „Stefán mun þurfa að jafna sig í nokkrar vikur eftir aðgerðina þar sem meltingarvegurinn var endurpípaður en svo hefst svokölluð adjuvant eða fyrirbyggjandi lyfjameðferð í sex mánuði. Gallgangakrabbamein er systurkrabbi briskrabbameins en sjaldgæfari og þess vegna lítt rannsakaður. Á ári hverju greinast 3-5 einstaklingar með gallgangakrabbamein á Íslandi,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna, hjúkrunarfræðinga og starfsfólk Landspítalans hugsa afar vel um Stefán og þau séu staðráðin í að koma honum aftur til heilsu. „Við fjölskyldan erum staðráðin í því að vanda okkur á þeirri vegferð og glata ekki voninni, gleðinni og ástinni. Það verður ekki fullþakkað að finna þann hlýhug sem okkur er sýndur. Það er í alvöru talað – ómetanlegt.“ Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum Ekkert óvænt kom upp í aðgerðinni og líður leikaranum eftir atvikum vel. 5. október 2016 09:02 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Nú er slétt vika síðan hann fór í aðgerðina sem gekk mjög vel og Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt,“ segir leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir um baráttu eiginmanns síns og leikarans, Stefáns Karls Stefánssonar, við krabbamein. Steinunn segir frá líðan Stefáns á Facebook-síðu sinni en hún segir illkynja meinið í brishöfðinu eiga upptök sín í gallgöngunum, neðarlega í brishöfðinu. „Og heitir því sjúkdómurinn gallgangakrabbamein eða cholangioarcarcinoma,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna hafa náð meininu öllu og skurðbrúnir hreinar af krabbameinsfrumum. „Stefán mun þurfa að jafna sig í nokkrar vikur eftir aðgerðina þar sem meltingarvegurinn var endurpípaður en svo hefst svokölluð adjuvant eða fyrirbyggjandi lyfjameðferð í sex mánuði. Gallgangakrabbamein er systurkrabbi briskrabbameins en sjaldgæfari og þess vegna lítt rannsakaður. Á ári hverju greinast 3-5 einstaklingar með gallgangakrabbamein á Íslandi,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna, hjúkrunarfræðinga og starfsfólk Landspítalans hugsa afar vel um Stefán og þau séu staðráðin í að koma honum aftur til heilsu. „Við fjölskyldan erum staðráðin í því að vanda okkur á þeirri vegferð og glata ekki voninni, gleðinni og ástinni. Það verður ekki fullþakkað að finna þann hlýhug sem okkur er sýndur. Það er í alvöru talað – ómetanlegt.“
Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum Ekkert óvænt kom upp í aðgerðinni og líður leikaranum eftir atvikum vel. 5. október 2016 09:02 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52
Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum Ekkert óvænt kom upp í aðgerðinni og líður leikaranum eftir atvikum vel. 5. október 2016 09:02