Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2016 16:55 Mikill viðbúnaður er vegna mikillar úrkomu næstu tvo daga og er mikilvægt að hreinsa vel frá niðurföllum. vísir/anton „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. Til samanburðar má geta þess að úrkoma í öllum október í fyrra í Reykjavík var 159,9 millimetrar og var það er um 86 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Elín Björk segir að úrkomuákefðin aukist í nótt og verði svo fram undir hádegi á fimmtudag en það má segja að hálft landið sé undir; allt frá austanverðum Vatnajökli suður og norður að Ísafjarðardjúpi eins og sést á myndinni hér að neðan.Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi.mynd/almannavarnir„Þetta er mjög óvenjulegt að því leyti að þetta er ekki verst eða best, það bara bætir í úrkomuna og hún er samfelld fram á fimmtudag,“ segir Elín Björk. Aðspurð hvenær seinast hafi rignt svo mikið segir Elín Björk að árið 2008 hafi seinast verið svipað veður. „Það hefur alveg verið í sumar svipuð úrkomuákefð en það var þá kannski bara í tvo til þrjá tíma,“ segir Elín Björk. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu og Slysavarnafélaginu Landsbjörg vegna úrkomunnar og segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg að strax í hádeginu hafi allar aðgerðastjórnir félagsins verið látnar vita af veðurspánni. „Við sögðum þeim sem sagt frá spánni og að þetta væri í raun einstakur viðburður þar sem við höfum ekki séð svona mikla uppsafnaða úrkomu í allmörg ár. Klukkan 14 tókum við síðan stöðufund með Almannavörnum og Veðurstofunni og eftir hann ákváðum við að senda tilkynningu til ferðaþjónustuaðila vegna veðursins. Það sem við gerum þegar eitthvað kemur svona snögglega upp er að við sendum sérstakt skjal og biðjum ferðaþjónustuna um að hengja þetta upp hjá sér. Svo látum við einnig vita í gegnum SafeTravel og upplýsingakerfið okkar sem við erum með um land allt,“ segir Jónas í samtali við Vísi.Slysavarnafélagið Landsbjörg varar ferðamenn við úrhellinu framundan.Jónas segir að enn sem komið er sé ekki búið að loka neinum vegum en líklegt sé að lokað verði inn í Þórsmörk og að Fjallabaksleiðum verði lokað. Þá þurfi einnig að huga að því að grjóthrun geti orðið á stöðum eins og í Almannagjá og þá er jafnvel hætta á aurskriðum undir Eyjafjöllum.En hvað eru mögulega margir ferðamenn sem þarf að ná til vegna veðursins? „Við erum að horfa á 45 prósent aukningu í fjölda ferðamanna í september síðastliðnum frá árinu í fyrra svo það má gera ráð fyrir því að nú í október sé líka á milli 30 og 40 prósent aukning. Þannig að þetta eru einhverjar tugþúsundir ferðamanna sem eru núna á landinu og einhverjar þúsundir á Suðurlandi en hvað margir eru nákvæmlega á hálendinu er erfitt að segja til um,“ segir Jónas.Viðvörun Almannavarna vegna úrkomunnar má nálgast hér. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að það sé einmitt hálendið sem yfirvöld hafi mestar áhyggjur af. Mælst sé til þess að fólk sé ekki að fara inn í Þórsmörk og ekki á Fjallabaksleiðir en hann segir að mannvirki á láglendi, brýr og vegir ættu að standa veðrið af sér. „Það er einhver smá ótti með að það muni koma talsvert vatn í Hvítá og niður undir Ölfusá þannig að við fylgjumst með því en ef að Hvítáin flæðir mikið þá er mögulegt að bæirnir Auðsholt muni lokast af. Það hjálpar að það er ekki frost og klaki en á móti kemur að grunnvatnsstaða er há og mikið vatn nú þegar í ám,“ segir Sveinn. Yfirvöld beina því til almennings að passa niðurföll, sópa laufi frá og annað slíkt svo rigningin komist leiðar sinnar í gegnum frárennslikerfið.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrhellinu á gagnvirku spákorti. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Vara við gífurlegri rigningu Fólki er ráðlagt að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til aðgerða til að tryggja að frárennslismannvirki virki sem skildi. 11. október 2016 13:02 Fylgstu með úrhellinu á gagnvirku korti Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi. 11. október 2016 15:59 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
„Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. Til samanburðar má geta þess að úrkoma í öllum október í fyrra í Reykjavík var 159,9 millimetrar og var það er um 86 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Elín Björk segir að úrkomuákefðin aukist í nótt og verði svo fram undir hádegi á fimmtudag en það má segja að hálft landið sé undir; allt frá austanverðum Vatnajökli suður og norður að Ísafjarðardjúpi eins og sést á myndinni hér að neðan.Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi.mynd/almannavarnir„Þetta er mjög óvenjulegt að því leyti að þetta er ekki verst eða best, það bara bætir í úrkomuna og hún er samfelld fram á fimmtudag,“ segir Elín Björk. Aðspurð hvenær seinast hafi rignt svo mikið segir Elín Björk að árið 2008 hafi seinast verið svipað veður. „Það hefur alveg verið í sumar svipuð úrkomuákefð en það var þá kannski bara í tvo til þrjá tíma,“ segir Elín Björk. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu og Slysavarnafélaginu Landsbjörg vegna úrkomunnar og segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg að strax í hádeginu hafi allar aðgerðastjórnir félagsins verið látnar vita af veðurspánni. „Við sögðum þeim sem sagt frá spánni og að þetta væri í raun einstakur viðburður þar sem við höfum ekki séð svona mikla uppsafnaða úrkomu í allmörg ár. Klukkan 14 tókum við síðan stöðufund með Almannavörnum og Veðurstofunni og eftir hann ákváðum við að senda tilkynningu til ferðaþjónustuaðila vegna veðursins. Það sem við gerum þegar eitthvað kemur svona snögglega upp er að við sendum sérstakt skjal og biðjum ferðaþjónustuna um að hengja þetta upp hjá sér. Svo látum við einnig vita í gegnum SafeTravel og upplýsingakerfið okkar sem við erum með um land allt,“ segir Jónas í samtali við Vísi.Slysavarnafélagið Landsbjörg varar ferðamenn við úrhellinu framundan.Jónas segir að enn sem komið er sé ekki búið að loka neinum vegum en líklegt sé að lokað verði inn í Þórsmörk og að Fjallabaksleiðum verði lokað. Þá þurfi einnig að huga að því að grjóthrun geti orðið á stöðum eins og í Almannagjá og þá er jafnvel hætta á aurskriðum undir Eyjafjöllum.En hvað eru mögulega margir ferðamenn sem þarf að ná til vegna veðursins? „Við erum að horfa á 45 prósent aukningu í fjölda ferðamanna í september síðastliðnum frá árinu í fyrra svo það má gera ráð fyrir því að nú í október sé líka á milli 30 og 40 prósent aukning. Þannig að þetta eru einhverjar tugþúsundir ferðamanna sem eru núna á landinu og einhverjar þúsundir á Suðurlandi en hvað margir eru nákvæmlega á hálendinu er erfitt að segja til um,“ segir Jónas.Viðvörun Almannavarna vegna úrkomunnar má nálgast hér. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að það sé einmitt hálendið sem yfirvöld hafi mestar áhyggjur af. Mælst sé til þess að fólk sé ekki að fara inn í Þórsmörk og ekki á Fjallabaksleiðir en hann segir að mannvirki á láglendi, brýr og vegir ættu að standa veðrið af sér. „Það er einhver smá ótti með að það muni koma talsvert vatn í Hvítá og niður undir Ölfusá þannig að við fylgjumst með því en ef að Hvítáin flæðir mikið þá er mögulegt að bæirnir Auðsholt muni lokast af. Það hjálpar að það er ekki frost og klaki en á móti kemur að grunnvatnsstaða er há og mikið vatn nú þegar í ám,“ segir Sveinn. Yfirvöld beina því til almennings að passa niðurföll, sópa laufi frá og annað slíkt svo rigningin komist leiðar sinnar í gegnum frárennslikerfið.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrhellinu á gagnvirku spákorti.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Vara við gífurlegri rigningu Fólki er ráðlagt að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til aðgerða til að tryggja að frárennslismannvirki virki sem skildi. 11. október 2016 13:02 Fylgstu með úrhellinu á gagnvirku korti Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi. 11. október 2016 15:59 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Vara við gífurlegri rigningu Fólki er ráðlagt að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til aðgerða til að tryggja að frárennslismannvirki virki sem skildi. 11. október 2016 13:02
Fylgstu með úrhellinu á gagnvirku korti Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi. 11. október 2016 15:59