Aserar enn ósigraðir og sjaldséð mark hjá San Marinó | Öll úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 20:45 Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira