Mold Jón Steindór Valdimarsson skrifar 12. október 2016 07:00 Af moldu ertu kominn. Að moldu skalt þú aftur verða. Mér verður stundum hugsað til þessara orða. Ekki vegna hverfulleika lífsins, heldur þess að þó að við mennirnir verðum vissulega að mold í fyllingu tímans þá er það alls ekki svo um öll okkar verk. Þau hafa margvísleg áhrif á umhverfið. Sum áhrifin eru tímabundin en önnur varanleg. Margt er skaðlegt til skamms tíma, annað er skaðlegt til langs tíma, er óafturkræft og getur hrint af stað ógnvænlegri keðjuverkun. Gildir það t.d. um loftslagsbreytingar og mengun hafsins. Við stefnum framtíð barnanna okkar í voða ef við gætum ekki að okkur. Þess vegna eru umhverfismál eitt af forgangsatriðum í stefnu Viðreisnar. Við höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu um að virða og varðveita náttúruna og auðlindir hennar, en viljum nýta þær skynsamlega og með sjálfbærum hætti. Við viljum vera hófsöm og varfærin. Allar ákvarðanir á að taka á traustum vísindalegum grunni. Ósnortin náttúra er eitt sterkasta aðdráttarafl Íslands. Þar eigum við mikil verðmæti sem ekki má glutra niður. Við eigum að móta okkur auðlindastefnu þar sem allir þættir eru teknir með í reikninginn. Ekki síst hagsmunir þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Taka á markaðstengd gjöld af þeim sem nýta auðlindirnar. Beita á hagrænum hvötum, eins og grænum sköttum, til þess að hvetja til hegðunar sem dregur úr mengun og verndar náttúruna. Við eigum að styðja fjölbreyttan og umhverfisvænan landbúnað og hvetja bændur til landverndar og sjálfbærrar framleiðslu. Auðvitað á Ísland að taka fullan þátt í því að berjast gegn hnattrænum vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og hættulega mengun hafsins. Frjálslyndi þýðir nefnilega alls ekki afskiptaleysi í huga Viðreisnarfólks og þess vegna viljum við ekki láta reka á reiðanum í þessum mikilvægu málum. Afleiðingarnar eru alltof alvarlegar til þess.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Af moldu ertu kominn. Að moldu skalt þú aftur verða. Mér verður stundum hugsað til þessara orða. Ekki vegna hverfulleika lífsins, heldur þess að þó að við mennirnir verðum vissulega að mold í fyllingu tímans þá er það alls ekki svo um öll okkar verk. Þau hafa margvísleg áhrif á umhverfið. Sum áhrifin eru tímabundin en önnur varanleg. Margt er skaðlegt til skamms tíma, annað er skaðlegt til langs tíma, er óafturkræft og getur hrint af stað ógnvænlegri keðjuverkun. Gildir það t.d. um loftslagsbreytingar og mengun hafsins. Við stefnum framtíð barnanna okkar í voða ef við gætum ekki að okkur. Þess vegna eru umhverfismál eitt af forgangsatriðum í stefnu Viðreisnar. Við höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu um að virða og varðveita náttúruna og auðlindir hennar, en viljum nýta þær skynsamlega og með sjálfbærum hætti. Við viljum vera hófsöm og varfærin. Allar ákvarðanir á að taka á traustum vísindalegum grunni. Ósnortin náttúra er eitt sterkasta aðdráttarafl Íslands. Þar eigum við mikil verðmæti sem ekki má glutra niður. Við eigum að móta okkur auðlindastefnu þar sem allir þættir eru teknir með í reikninginn. Ekki síst hagsmunir þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Taka á markaðstengd gjöld af þeim sem nýta auðlindirnar. Beita á hagrænum hvötum, eins og grænum sköttum, til þess að hvetja til hegðunar sem dregur úr mengun og verndar náttúruna. Við eigum að styðja fjölbreyttan og umhverfisvænan landbúnað og hvetja bændur til landverndar og sjálfbærrar framleiðslu. Auðvitað á Ísland að taka fullan þátt í því að berjast gegn hnattrænum vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og hættulega mengun hafsins. Frjálslyndi þýðir nefnilega alls ekki afskiptaleysi í huga Viðreisnarfólks og þess vegna viljum við ekki láta reka á reiðanum í þessum mikilvægu málum. Afleiðingarnar eru alltof alvarlegar til þess.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar