Oxford ákvað að koma umræðunni af stað eftir að Washington Post birti ellefu ára gamalt myndband af forsetaframbjóðandanum Donald Trump á föstudag þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum.
Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:
— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016
Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.
Í myndbandinu sem fékk Oxford til að fara af stað með þessa umræðu heyrist Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt.
„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er“ var meðal þess sem að Trump lét út úr í samtali sínu við Bush.
Trump var krafinn svara
Mikið var gert úr málinu í kappræðunum milli forsetaframbjóðandanna, Donald Trump og Hillary Clinton í gærkvöldi.
Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á myndbandinu og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt.
Málið hefur komið einkar illa við Trump sem eins og staðan er stendur ansi höllum fæti fyrir kosningarnar.
Hér að neðan má lesa nokkrar af þeim átakanlegu frásögnum sem íslenskar konur hafa deilt á Twitter.
Samsek. Don't we all. Fkn fokk. pic.twitter.com/UTm1ptZ52a
— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016
Ég grenja bara. Þetta er rugl. pic.twitter.com/vRHjgV7R4y
— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016
Enn ein, andskotinn. pic.twitter.com/WoKVpeceSr
— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016
Guð minn góður pic.twitter.com/MCukxVArTF
— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016