Íslenskar konur opna sig um kynferðisofbeldi eftir ummæli Trump Anton Egilsson skrifar 10. október 2016 22:40 Donald Trump kveikti víða bál með ummælum sem láku á netið á föstudag. Vísir/EPA Á annan tug íslenskra kvenna hefur deilt frásögnum af fyrstu upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi á samskiptavefnum Twitter. Frásagnirnar hófu að streyma inn í kjölfar þess að Hildur Lillendahl benti á tíst hinnar kanadísku Kelly Oxford þar sem hún hvatti konur til að deila sögu sinni. Oxford ákvað að koma umræðunni af stað eftir að Washington Post birti ellefu ára gamalt myndband af forsetaframbjóðandanum Donald Trump á föstudag þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hófu fjölmargar konur að segja frá sinni upplifun. Sagði hún frá því í öðru tísti fjórtán klukkustundum síðar að hún hefði fengið sendar að lágmarki 50 frásagnir á hverri mínútu frá því að tíst hennar fór í loftið. Í myndbandinu sem fékk Oxford til að fara af stað með þessa umræðu heyrist Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er“ var meðal þess sem að Trump lét út úr í samtali sínu við Bush.Trump var krafinn svaraMikið var gert úr málinu í kappræðunum milli forsetaframbjóðandanna, Donald Trump og Hillary Clinton í gærkvöldi.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á myndbandinu og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Málið hefur komið einkar illa við Trump sem eins og staðan er stendur ansi höllum fæti fyrir kosningarnar. Hér að neðan má lesa nokkrar af þeim átakanlegu frásögnum sem íslenskar konur hafa deilt á Twitter.Samsek. Don't we all. Fkn fokk. pic.twitter.com/UTm1ptZ52a— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Ég grenja bara. Þetta er rugl. pic.twitter.com/vRHjgV7R4y— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Enn ein, andskotinn. pic.twitter.com/WoKVpeceSr— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Guð minn góður pic.twitter.com/MCukxVArTF— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Á annan tug íslenskra kvenna hefur deilt frásögnum af fyrstu upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi á samskiptavefnum Twitter. Frásagnirnar hófu að streyma inn í kjölfar þess að Hildur Lillendahl benti á tíst hinnar kanadísku Kelly Oxford þar sem hún hvatti konur til að deila sögu sinni. Oxford ákvað að koma umræðunni af stað eftir að Washington Post birti ellefu ára gamalt myndband af forsetaframbjóðandanum Donald Trump á föstudag þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hófu fjölmargar konur að segja frá sinni upplifun. Sagði hún frá því í öðru tísti fjórtán klukkustundum síðar að hún hefði fengið sendar að lágmarki 50 frásagnir á hverri mínútu frá því að tíst hennar fór í loftið. Í myndbandinu sem fékk Oxford til að fara af stað með þessa umræðu heyrist Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er“ var meðal þess sem að Trump lét út úr í samtali sínu við Bush.Trump var krafinn svaraMikið var gert úr málinu í kappræðunum milli forsetaframbjóðandanna, Donald Trump og Hillary Clinton í gærkvöldi.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á myndbandinu og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Málið hefur komið einkar illa við Trump sem eins og staðan er stendur ansi höllum fæti fyrir kosningarnar. Hér að neðan má lesa nokkrar af þeim átakanlegu frásögnum sem íslenskar konur hafa deilt á Twitter.Samsek. Don't we all. Fkn fokk. pic.twitter.com/UTm1ptZ52a— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Ég grenja bara. Þetta er rugl. pic.twitter.com/vRHjgV7R4y— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Enn ein, andskotinn. pic.twitter.com/WoKVpeceSr— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Guð minn góður pic.twitter.com/MCukxVArTF— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07