Skuggaþegnar samfélagsins Sigurjón Sumarliði Guðmundsson skrifar 28. október 2016 00:00 Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun