Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. október 2016 18:30 Dagur Sigurðsson gæti tekið við Veszprém eða PSG. vísir/getty Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, er með tilboð í höndunum frá tveimur stærstu liðum heims; Veszprém í Ungverjalandi og Paris Saint-Germain í Frakklandi, samkvæmt heimildum íþróttadeildar.Eins og Vísir greindi frá í dag gæti Dagur Sigurðsson hætt með þýska landsliðið næsta sumar en þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Hann tók við þýska liðinu fyrir tveimur árum og gerði það í ár að Evrópumeisturum auk þess sem hann vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur sagði í einkaviðtali við íþróttadeild fyrir helgi að hann væri í viðræðum við þýska sambandið um samningsmál sín. Hann er samningsbundinn til 2020 en klásúla er í samningnum þess efnis að báðir aðilar gátu sest að samningaborðinu í haust. „Það er í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér að vera þarna næstu 2-3 árin er erfitt að segja. Þegar vel gengur er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur alveg farið í allar áttir,“ sagði Dagur við íþróttadeild.Aron Pálmarsson gæti aftur fengið íslenskan þjálfara.vísir/gettyXabi eða Noka þurfa að víkja Það eru engin smálið sem eru að kroppa í Dag og eru búin að gera honum samningstilboð, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Veszprém hefur í áratugi verið eitt af bestu liðum Evrópu. Það er búið að vinna ungversku úrvalsdeildina tíu ár í röð og 24 sinnum alls. Þá komst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði í ár og í fyrra en tapaði í bæði skiptin. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands, er á mála hjá Vezprém en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í maí þrátt fyrir tap liðsins. Þjálfari Veszprém er Spánverjinn Xavi Sabate sem einnig þjálfar ungverska landsliðið. Paris Saint-Germain varð nýlega stórveldi í evrópskum handbolta þegar sömu fjárfestar og eiga fótboltalið borgarinnar byrjuðu að dæla peningum í það. Það hefur unnið frönsku 1. deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum leiktíðum en á enn eftir að spila til úrslita í Meistaradeildinni. Þjálfari PSG er hinn 66 ára gamli Noka Serdarusic sem áður þjálfaði Kiel með frábærum árangri í fimmtán ár. Hann tók við Parísarliðinu í fyrra en tókst ekki að vinna Meistaradeildina sem er skýrt markmið liðsins. Dagur mun alltaf klára heimsmeistaramótið með Þýskalandi í Frakklandi í janúar en eftir það gæti hann tekið við öðru hvoru þessara stórliða næsta sumar. Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, er með tilboð í höndunum frá tveimur stærstu liðum heims; Veszprém í Ungverjalandi og Paris Saint-Germain í Frakklandi, samkvæmt heimildum íþróttadeildar.Eins og Vísir greindi frá í dag gæti Dagur Sigurðsson hætt með þýska landsliðið næsta sumar en þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Hann tók við þýska liðinu fyrir tveimur árum og gerði það í ár að Evrópumeisturum auk þess sem hann vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur sagði í einkaviðtali við íþróttadeild fyrir helgi að hann væri í viðræðum við þýska sambandið um samningsmál sín. Hann er samningsbundinn til 2020 en klásúla er í samningnum þess efnis að báðir aðilar gátu sest að samningaborðinu í haust. „Það er í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér að vera þarna næstu 2-3 árin er erfitt að segja. Þegar vel gengur er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur alveg farið í allar áttir,“ sagði Dagur við íþróttadeild.Aron Pálmarsson gæti aftur fengið íslenskan þjálfara.vísir/gettyXabi eða Noka þurfa að víkja Það eru engin smálið sem eru að kroppa í Dag og eru búin að gera honum samningstilboð, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Veszprém hefur í áratugi verið eitt af bestu liðum Evrópu. Það er búið að vinna ungversku úrvalsdeildina tíu ár í röð og 24 sinnum alls. Þá komst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði í ár og í fyrra en tapaði í bæði skiptin. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands, er á mála hjá Vezprém en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í maí þrátt fyrir tap liðsins. Þjálfari Veszprém er Spánverjinn Xavi Sabate sem einnig þjálfar ungverska landsliðið. Paris Saint-Germain varð nýlega stórveldi í evrópskum handbolta þegar sömu fjárfestar og eiga fótboltalið borgarinnar byrjuðu að dæla peningum í það. Það hefur unnið frönsku 1. deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum leiktíðum en á enn eftir að spila til úrslita í Meistaradeildinni. Þjálfari PSG er hinn 66 ára gamli Noka Serdarusic sem áður þjálfaði Kiel með frábærum árangri í fimmtán ár. Hann tók við Parísarliðinu í fyrra en tókst ekki að vinna Meistaradeildina sem er skýrt markmið liðsins. Dagur mun alltaf klára heimsmeistaramótið með Þýskalandi í Frakklandi í janúar en eftir það gæti hann tekið við öðru hvoru þessara stórliða næsta sumar.
Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30