Sem betur fer standa stjórnmálamenn ekki við loforð sín Lars Christensen skrifar 26. október 2016 09:00 Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun