Á dögunum kom í ljós að rússneski glímukappinn Besik Kudukhov hefði fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Hann var einn fjölmargra sem féll er lyfjaprófin frá 2008 og 2012 voru skoðuð á ný með nýjustu tækni.
Kudukhov vann til silfurverðlauna í London í 60 kg flokki í glímu. Hann lést svo ári síðar í bílslysi.
Er í ljós kom að hann hefði verið á sterum í London þurfti að taka ákvörðun um hvort taka ætti verðlaunin af fjölskyldu hans. Maðurinn sem varð í þriðja sæti, Indverjinn Yogeshwar Dutt, tók af skarið í þeirri umræðu.
„Ef það er mögulegt þá á hann að halda verðlaununum. Þar með heldur fjölskylda hans í sína virðingu. Mannúð er ofar öllu,“ sagði Dutt.
Alþjóð ólympíunefndin hefur því ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu og fjölskylda Kudukhov mun halda verðlaunum hans.
Látinn glímumaður fær að halda ÓL-silfrinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn
