Sjálfstæðisflokknum rústað Grétar H. Óskarsson skrifar 25. október 2016 00:00 Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun