New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2016 19:45 Donald Trump í Delaware, Ohio. Vísir/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, er ekki þekktur fyrir að hafa taumhald á sjálfum sér og þá allra síst á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann lætur gjarnan vaða á súðum um bæði allt og ekkert. Nafntogaðir einstaklingar verða oft fyrir barðinu á Trump og bandaríska stórblaðið New York Times birti í dag tæmandi lista yfir allt og alla sem Trump hefur móðgað með hjálp Twitter frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt.Listinn nær yfir heila opnu í dagblaðinu en hingað til hefur listinn verið opinber á vefsíðu blaðsins. Alls eru 281 einstaklingur, staður eða hlutur á lista New York Times sem flokkaði einnig þá sem oftast hafa orðið fyrir barðinu á Trump. Andstæðingar hans í forvali Repúblikana eru þar ofarlega á lista, þeir Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush, John Kasich auk þess sem að Hillary Clinton hefur fengið að finna fyrir því með reglulegu millibili.The @NYTimes has printed a list of all of the people, places, & things that Trump has insulted on Twitter during the campaign. pic.twitter.com/bNb156aHY6— deray mckesson (@deray) October 24, 2016 Þá hafa Fox News, sjónvarpsþátturinn The View og verslunnin Macy's fengið að kenna á reiðileistri Trump. Vonir hans um að sigra í forsetakosningunum sem haldnar verða 8. nóvember næstkomandi hafa farið dvínandi og segja má að notkun Trump á Twitter hafi haft sitt að segja í minnkandi vinsældum auðkýfingsins umdeilda.Ber þar helst að nefna stríð hans gegn foreldrum og minningu hermannsins Humayun Khan fyrr í baráttunni. Foreldrar hans stigu á svið til stuðnings Clinton fyrr á árinu. Það fór ekki vel í Trump sem eyddi miklu púðri í að reyna að sverta minningu Khan, sem lést í Afganistan. Tíst hans um Alicia Machado, fyrrverandi Ungfrú alheim, þar sem hann hvatti fólk til þess að horfa á kynlífsmyndband með henni vöktu einnig ekki mikla lukku. Hefur Clinton nýtt sér þetta óspart í kosningabaráttunni og notað hvert tækifæri til þess að minna á að það sé ekki við hæfi að forseti Bandaríkjanna hagi sér á þann hátt sem tíst Trump beri vitni um.NYT prints a list of everything "Donald Trump has insulted on twitter since declaring his candidacy." It's a two page spread. pic.twitter.com/ZVqN5Qe9Di— Patrick W. Gavin (@pwgavin) October 24, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, er ekki þekktur fyrir að hafa taumhald á sjálfum sér og þá allra síst á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann lætur gjarnan vaða á súðum um bæði allt og ekkert. Nafntogaðir einstaklingar verða oft fyrir barðinu á Trump og bandaríska stórblaðið New York Times birti í dag tæmandi lista yfir allt og alla sem Trump hefur móðgað með hjálp Twitter frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt.Listinn nær yfir heila opnu í dagblaðinu en hingað til hefur listinn verið opinber á vefsíðu blaðsins. Alls eru 281 einstaklingur, staður eða hlutur á lista New York Times sem flokkaði einnig þá sem oftast hafa orðið fyrir barðinu á Trump. Andstæðingar hans í forvali Repúblikana eru þar ofarlega á lista, þeir Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush, John Kasich auk þess sem að Hillary Clinton hefur fengið að finna fyrir því með reglulegu millibili.The @NYTimes has printed a list of all of the people, places, & things that Trump has insulted on Twitter during the campaign. pic.twitter.com/bNb156aHY6— deray mckesson (@deray) October 24, 2016 Þá hafa Fox News, sjónvarpsþátturinn The View og verslunnin Macy's fengið að kenna á reiðileistri Trump. Vonir hans um að sigra í forsetakosningunum sem haldnar verða 8. nóvember næstkomandi hafa farið dvínandi og segja má að notkun Trump á Twitter hafi haft sitt að segja í minnkandi vinsældum auðkýfingsins umdeilda.Ber þar helst að nefna stríð hans gegn foreldrum og minningu hermannsins Humayun Khan fyrr í baráttunni. Foreldrar hans stigu á svið til stuðnings Clinton fyrr á árinu. Það fór ekki vel í Trump sem eyddi miklu púðri í að reyna að sverta minningu Khan, sem lést í Afganistan. Tíst hans um Alicia Machado, fyrrverandi Ungfrú alheim, þar sem hann hvatti fólk til þess að horfa á kynlífsmyndband með henni vöktu einnig ekki mikla lukku. Hefur Clinton nýtt sér þetta óspart í kosningabaráttunni og notað hvert tækifæri til þess að minna á að það sé ekki við hæfi að forseti Bandaríkjanna hagi sér á þann hátt sem tíst Trump beri vitni um.NYT prints a list of everything "Donald Trump has insulted on twitter since declaring his candidacy." It's a two page spread. pic.twitter.com/ZVqN5Qe9Di— Patrick W. Gavin (@pwgavin) October 24, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35
Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00
Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00