Samsteypustjórnmál Haukur Logi Karlsson skrifar 25. október 2016 07:00 Núverandi kosningakerfi er hannað með þeim hætti að hagsmuna- og hugsjónabandalög sem ná til um það bil 10% þjóðarinnar geta vænst þess að vinna þingmenn, og þá að jafnaði 5-7 manna þingflokk. Eftir því sem bandalögin eru sértækari, minnka möguleikar þeirra á nægilega breiðri skírskotun til að ná kjöri, og eftir því sem þau eru almennari er meiri hætta á að þau klofni á mótum sértækra hagsmuna eða hugsjóna. Það er því innbyggð í kerfið ákveðin tregða gagnvart myndun breiðra hagsmuna- og hugsjónabandalaga, um leið og þröskuldur útilokar mjög sértæk bandalög. Frá sjónarhóli kjósandans tryggir núverandi kerfi að jafnan er úr nokkrum kostum að velja. Þannig gætu verið nokkrir flokkar sem boða stefnu sem hugnast kjósandanum, en eru kannski skipaðir fólki sem honum líst misvel á að muni koma henni í verk. Í kerfi samsteypustjórnmála má líta á kosningar sem nokkurs konar uppboð á hugmyndum og fólki til að framkvæma þær. Kjósandinn leggur lóð sitt á vogarskálarnar með framboði til merkis um að hann vilji að fólkið og hugmyndirnar þar að baki hljóti aukið vægi þegar kemur að því að mynda stjórn að loknum kosningum. Í kerfi samsteypustjórnmála gengur kjósandinn ekki með þær grillur í höfðinu að einn flokkur muni ráða öllu að loknum kosningum og þannig koma öllum sínum hugmyndum í framkvæmd. Kosningastefnuskrár stjórnmálaflokka í kerfi samsteypustjórnmála ber að túlka í því ljósi; þær eru ekki bókstafleg loforð, heldur fremur samningsmarkmið ef til stjórnarmyndunar kæmi. Þetta er, eða ætti að vera öllum kjósendum ljóst. Að loknum kosningum ræður fylgi flokka hversu sterka samningsstöðu þeir hafa til að koma markmiðum sínum í framkvæmd í samstarfi við aðra flokka. Kjósendur kunna að treysta ákveðnu fólki fram yfir annað til að framfylgja svipuðum stefnumálum, og kjósendur geta gefið ákveðnum hugmyndum sérstakt vægi með atkvæðum sínum. Á grundvelli vals kjósenda er stefna málamiðlunar mörkuð fyrir framhaldið í stjórnarsáttmála af fólki sem til þess var treyst af kjósendum. Væntar stjórnarsamsteypur myndaðar skömmu fyrir kosningar um ákveðið fólk eða ákveðnar hugmyndir taka val af kjósendum sem þeir annars mundu hafa. Ef búið er að semja um málamiðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósendurnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónarmiðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Heiðarlegra væri að sameina framboð sem vilja ganga bundin til kosninga um ákveðin stefnumál eða fólk. Ef semja á um málamiðlun á milli ólíkra framboða áður en atkvæðin eru talin er valfrelsi kjósenda gefið langt nef. Enda má spyrja: hugmyndir hvaða framboðs eiga að hafa mest vægi við slíka fyrirfram stjórnarmyndun og á hverju á vægið að byggja, ef ekki samningsstöðu sem leiðir af úrslitum kosninga?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Núverandi kosningakerfi er hannað með þeim hætti að hagsmuna- og hugsjónabandalög sem ná til um það bil 10% þjóðarinnar geta vænst þess að vinna þingmenn, og þá að jafnaði 5-7 manna þingflokk. Eftir því sem bandalögin eru sértækari, minnka möguleikar þeirra á nægilega breiðri skírskotun til að ná kjöri, og eftir því sem þau eru almennari er meiri hætta á að þau klofni á mótum sértækra hagsmuna eða hugsjóna. Það er því innbyggð í kerfið ákveðin tregða gagnvart myndun breiðra hagsmuna- og hugsjónabandalaga, um leið og þröskuldur útilokar mjög sértæk bandalög. Frá sjónarhóli kjósandans tryggir núverandi kerfi að jafnan er úr nokkrum kostum að velja. Þannig gætu verið nokkrir flokkar sem boða stefnu sem hugnast kjósandanum, en eru kannski skipaðir fólki sem honum líst misvel á að muni koma henni í verk. Í kerfi samsteypustjórnmála má líta á kosningar sem nokkurs konar uppboð á hugmyndum og fólki til að framkvæma þær. Kjósandinn leggur lóð sitt á vogarskálarnar með framboði til merkis um að hann vilji að fólkið og hugmyndirnar þar að baki hljóti aukið vægi þegar kemur að því að mynda stjórn að loknum kosningum. Í kerfi samsteypustjórnmála gengur kjósandinn ekki með þær grillur í höfðinu að einn flokkur muni ráða öllu að loknum kosningum og þannig koma öllum sínum hugmyndum í framkvæmd. Kosningastefnuskrár stjórnmálaflokka í kerfi samsteypustjórnmála ber að túlka í því ljósi; þær eru ekki bókstafleg loforð, heldur fremur samningsmarkmið ef til stjórnarmyndunar kæmi. Þetta er, eða ætti að vera öllum kjósendum ljóst. Að loknum kosningum ræður fylgi flokka hversu sterka samningsstöðu þeir hafa til að koma markmiðum sínum í framkvæmd í samstarfi við aðra flokka. Kjósendur kunna að treysta ákveðnu fólki fram yfir annað til að framfylgja svipuðum stefnumálum, og kjósendur geta gefið ákveðnum hugmyndum sérstakt vægi með atkvæðum sínum. Á grundvelli vals kjósenda er stefna málamiðlunar mörkuð fyrir framhaldið í stjórnarsáttmála af fólki sem til þess var treyst af kjósendum. Væntar stjórnarsamsteypur myndaðar skömmu fyrir kosningar um ákveðið fólk eða ákveðnar hugmyndir taka val af kjósendum sem þeir annars mundu hafa. Ef búið er að semja um málamiðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósendurnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónarmiðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Heiðarlegra væri að sameina framboð sem vilja ganga bundin til kosninga um ákveðin stefnumál eða fólk. Ef semja á um málamiðlun á milli ólíkra framboða áður en atkvæðin eru talin er valfrelsi kjósenda gefið langt nef. Enda má spyrja: hugmyndir hvaða framboðs eiga að hafa mest vægi við slíka fyrirfram stjórnarmyndun og á hverju á vægið að byggja, ef ekki samningsstöðu sem leiðir af úrslitum kosninga?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun