Piratar vilja aðgerðir í loftslagsmálum Albert Svan Sigurðsson skrifar 24. október 2016 14:36 Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun