Alþýðufylkingin valkostur í komandi kosningum Ægir Björgvinsson skrifar 24. október 2016 00:00 Nú er komið að kosningum og ég er búinn að finna mína hillu, svo blöskrar mér framganga ráðandi flokka og annarra sem staðið hafa að stjórnun Íslands síðustu áratugi, (og tel enga batavon hjá neinum þeirra), að ég hef tekið stöðu með Alþýðufylkingunni. Hún er afl sem er með réttláta stefnuskrá sem er miðuð við þarfir hins almenna borgara í því að sjá sér og sínum farborða. Ég á börn og barnabörn sem eru að takast á við mjög erfiða fjárhagslega framtíð er varðar eignamyndun í íbúðahúsnæði og að takast á við heilsufarsleg vandamál. Ég tel fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar vera plagg sem tekur á málunum eins og þau ættu að vera, þess vegna gef ég kost á mér í 3ja sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi (Kraganum). Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar tekur af miklum metnaði á helstu málum er varðar íslenskt samfélag og þá einstaklinga sem búa landið. Þegar við komumst til áhrifa verður neyðaráætlun virkt, þ.e. Landspítalinn fær a.m.k. einn milljarð strax, áður en byrjað verður á kerfisbreytingum, sala ríkiseigna verður stöðvuð strax og bætur öryrkja verða uppfærðar strax, þær hafa verið frystar frá hruni. Hvað er Alþýðufylkingin? Hún er fjöldahreyfing sem berst fyrir hagsmunum alþýðunnar, en hennar hagsmunir eru grundvöllurinn að öllum okkar baráttumálum. Við tökum ekki undir áróður um að bæta megi lífskjör með auknum hagvexti, í samfélagi eins og byggst hefur upp á Íslandi fylgir auknum hagvexti jafnan aukinn ójöfnuður og skuldsetning, enda taka auðmenn sér ríflegan hagnað út úr aukinni veltu, lykilatriði er félagsvæðing innviða samfélagsins, þar sem fjármálakerfið og nauðsynleg samfélagsþjónusta við alla er í fyrirrúmi. Í áætluninni er gerð grein fyrir helstu baráttumarkmiðum Alþýðufylkingarinnar á næstu árum, innra samhengi þeirra og samhengi þeirra við framtíðarsýn flokksins um betra samfélag. Þessi áætlun er ekki listi af loforðum heldur ábending um að ef við viljum betra þjóðfélag þar sem við erum okkar eigin gæfu smiðir, þá þurfum við að berjast fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið að kosningum og ég er búinn að finna mína hillu, svo blöskrar mér framganga ráðandi flokka og annarra sem staðið hafa að stjórnun Íslands síðustu áratugi, (og tel enga batavon hjá neinum þeirra), að ég hef tekið stöðu með Alþýðufylkingunni. Hún er afl sem er með réttláta stefnuskrá sem er miðuð við þarfir hins almenna borgara í því að sjá sér og sínum farborða. Ég á börn og barnabörn sem eru að takast á við mjög erfiða fjárhagslega framtíð er varðar eignamyndun í íbúðahúsnæði og að takast á við heilsufarsleg vandamál. Ég tel fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar vera plagg sem tekur á málunum eins og þau ættu að vera, þess vegna gef ég kost á mér í 3ja sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi (Kraganum). Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar tekur af miklum metnaði á helstu málum er varðar íslenskt samfélag og þá einstaklinga sem búa landið. Þegar við komumst til áhrifa verður neyðaráætlun virkt, þ.e. Landspítalinn fær a.m.k. einn milljarð strax, áður en byrjað verður á kerfisbreytingum, sala ríkiseigna verður stöðvuð strax og bætur öryrkja verða uppfærðar strax, þær hafa verið frystar frá hruni. Hvað er Alþýðufylkingin? Hún er fjöldahreyfing sem berst fyrir hagsmunum alþýðunnar, en hennar hagsmunir eru grundvöllurinn að öllum okkar baráttumálum. Við tökum ekki undir áróður um að bæta megi lífskjör með auknum hagvexti, í samfélagi eins og byggst hefur upp á Íslandi fylgir auknum hagvexti jafnan aukinn ójöfnuður og skuldsetning, enda taka auðmenn sér ríflegan hagnað út úr aukinni veltu, lykilatriði er félagsvæðing innviða samfélagsins, þar sem fjármálakerfið og nauðsynleg samfélagsþjónusta við alla er í fyrirrúmi. Í áætluninni er gerð grein fyrir helstu baráttumarkmiðum Alþýðufylkingarinnar á næstu árum, innra samhengi þeirra og samhengi þeirra við framtíðarsýn flokksins um betra samfélag. Þessi áætlun er ekki listi af loforðum heldur ábending um að ef við viljum betra þjóðfélag þar sem við erum okkar eigin gæfu smiðir, þá þurfum við að berjast fyrir því.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar