

Sigur jafnaðarstefnu: Afl hugmyndanna
Ef litið er til stefnumála og loforða stjórnmálaflokkanna í aðdraganda alþingiskosninga er ljóst að hvað sem upp úr kjörkössunum kemur verði það hugmyndir jafnaðarstefnunnar sem fara með sigur af hólmi. Menn virðast telja það vænlegast til árangursríkra atkvæðaveiða að fegra ímynd sina með loforðum í anda hugmyndaramma jafnaðarmanna um „réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“ svo vitnað sé í aðfararorð nýrrar stjórnarskrár sem ríkisstjórn jafnaðarmanna lét semja og við þurfum svo sárlega að staðfesta. Þess vegna sækir hver flokkur eftir annan stefnumál í hugmyndabanka Samfylkingarinnar - Jafnaðarmannflokk Íslands.
Er þá ekki sama hverjum þessara flokka við greiðum atkvæði? Gott ef satt væri, en því miður er ekki alltaf víst að hugur fylgi máli. Í þessu efni eins og öðrum er vissara að varast eftirlíkingar og halla sér heldur að því sem er ekta. Þó að hin ýmsu framboð beri á borð slitrur úr hugmyndum jafnaðarmanna er næsta víst að aðrar hugmyndir og hagsmunir verði ofaná þegar á hólminn kemur. Eðlið og sagan segja sína sögu:
Sjálfstæðisflokkur boðar bætta heilsugæslu. En hann er ekki líklegur til átaka á velferðarsviðinu enda fyrst og fremst flokkur eftirlitslauss einkaframtaks og auðhyggju, flokkur hinnar rangnefndu frjálshyggju sem er stefnt gegn velferðarríkinu, flokkur einkavæðingar, sérhagsmuna og spillingar, varðhundur óréttláts kerfis.
Viðreisn kennir sig við réttlátt samfélag og segist frjálslynd, hvað sem það annars merkir. En hún er í reynd skilgetið afkvæmi nýfrjálshyggjunnar, óvinar velferðarríkisins, með lítillega breyttum áherslum. Hún er hálfvolg í flestum málum, skilar auðu í stjórnarskrármálinu, ber kápuna á báðum öxlum í Evrópumálum, boðar skólagjöld í háskólum osfrv. Ekki að undra enda er hún undir forystu gallharðra hægrimanna, talsmanna atvinnurekenda. Tengsl og fortíð framámanna þar kalla á varúð, ekki viðreisn.
Framsókn þykist vera flokkur velferðar. En hann er í reynd eins og alltaf áður flokkur sérhagsmunagæslu, hægri flokkur merktur af skattaskjólsmálum og daðri við útlendingahatur og öfgahyggju. Opinn í báða enda og ekki treystandi til góðra verka.
Björt framtið var stofnuð af fólki sem sagði skilið við jafnaðarstefnuna og skilgreindi sig sem líberala, sama eðlis og framsókn. Fyrir síðustu kosningar hafði hún þó ekkert fram að færa nema stefnumál Samfylkingar. Nú virðist flokkurinn vera eins og framsókn opinn í báða, dregur í land varðandi útboð aflaheimilda, daðrar við hægri öflin og líklegur til að renna inn í Viðreisn áður en varir. Ekki traustvekjandi þó þar sé þekkilegur formaður í stafni.
Píratar eru svo óþekkt stærð. Þeir hafa að vísu góð áform um stuðning við nýja stjórnarskrá og endurbætta stjórnarhætti á ýmsum sviðum en sýn þeirra á þjóðfélagið að öðru leyti er þoku hulin.
Vinstri grænir standa jafnaðarmönnum næst í skoðunum á velferðarmálum og njóta þess að hafa vinsælan og vel gefinn formann. En þeir eru þversum í Evrópumálum og hálfvolgir í kvótamálum enda löngum verið hallir undir einhverskonar framsóknarmennsku og íhaldssemi.
Samfylkingin er sá flokkur sem aðhyllist ómengaða jafnaðarstefnu, stefnu sem reynst hefur affarasælust meðal nágrannaþjóða okkar. "Besta stefna í heimi" eins og hinn trausti formaður Oddný G. Harðardóttir orðar það.
Eftirfarandi setningar úr siðareglum Alþjóðasambands jafnaðamanna fanga býsna vel kjarnann í jafnaðarstefnunni (sjá hér):
- „Að reka framsækna pólitík sem stuðlar að velferð einstaklingsins, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar.
- Að veita viðnám gegn allri félagslegri og efnahagslegri pólitík sem styður hag forréttindahópa.
- Að berjast gegn hverskyns spillingu og hindrunum í vegi góðra stjórnarhátta“.
Kannanir sem birst hafa nýlega sýna svo ekki verður um villst að Íslendingar upp til hópa aðhyllast hugmyndir um jöfnuð og velferð. Þeir ættu þess vegna að sjá hag sínum best borgið með því að tryggja Samfylkingunni góða kosningu til Alþingis. Það er mikilvægt að talsmenn ómengaðrar jafnaðarstefnu verði sterkir á þingi.
Þegar litið er til brýnna úrlausnarmála er stefna Samfylkingar skýr: Heilbrigðismál, almannatryggingar, húsnæðismál, stjórnarskrá, auðlindamál, Evrópumál, gjaldmiðillinn, umhverfismál, rammaáætlun, mannréttindamál, jöfnun atkvæðisréttar, velferð barna og svo framvegis. Í öllum þessum málum eru frambjóðendur Samfylkingar tilbúnir að leiða á forsendum jafnaðar, réttlætis og mannúðar. Stefna jafnaðarmanna er stefna fyrir alla, fátæka sem bjargálna, unga sem gamla, en ekki síst fyrir komandi kynslóðir.
Það er ekki á allra vitorði en á yfirstandandi kjörtímabili er það fyrst og fremst forysta Samfylkingar sem hefur leitt góða samstöðu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Það skiptir máli að Samfylkingin geti haldið því góða starfi áfram og leitt til lykta þau mál sem umbótaöfl geta náð saman um, þrátt fyrir mismunandi áherslur. Það er margt gott og vel meinandi fólk í framboði fyrir núverandi stjórnarandstöðuflokka og og nauðsynlegt að halda því fólki saman til góðra verka. Til þess er nauðsynlegt að Samfylkingin hljóti góða kosningu.
Skoðun

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar