Körfubolti

Valur rúllaði yfir Grindavík | Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. vísir/stefán
Valur slátraði Grindavík, 103-63, í Dominos-deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Valsheimilinu í dag.

Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 15-15 en eftir það var aðeins eitt lið á vellinum. Valskonur hreinlega völtuðu yfir þær gulu í öðrum leikhlutanum og eftir það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda.

Mia Loyd var frábær í liði Vals og skoraði hún 30 stig. Hallveig Jónsdóttir var einnig góð hjá Val og skoraði hún 22 stig. Hjá Grindavík var Ashley Grimes atkvæðamest með 22 stig.

Stefán Karlsson tók myndirnar hér að ofan.

Valur-Grindavík 103-63 (15-15, 39-17, 23-21, 26-10)

Valur: Mia Loyd 30/8 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 22, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 11/6 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/8 fráköst, Elfa Falsdottir 1/6 stoðsendingar, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Nína Jenný Kristjánsdóttir 0.

Grindavík: Ashley Grimes 22/10 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 11/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Jeanne Lois Figueroa Sicat 5, María Ben Erlingsdóttir 4, Petrúnella Skúladóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Ólöf Rún Óladóttir 2/4 fráköst, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×