Einar: Trúi því að leikurinn gegn Grindavík verði okkur ákveðinn lærdómur Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2016 21:42 Einar hvass í leikhlé í kvöld. vísir/ernir „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.” Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.”
Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira