Allt fyrir ekkert Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Á mánudaginn er kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fertugasta og fyrsta sinn. Af því tilefni biðja leikskólakennarar í leikskólum landsins foreldra um að sækja börnin sín eilítið fyrr svo að kennararnir geti komið saman á baráttufundum. Kannski finnst mörgum foreldrum það hálfgerð kvöð og jafnvel óþægindi að trufla þurfi daginn hjá þeim með þessum hætti. Hvað eru þessir leikskólakennarar alltaf að vilja upp á dekk? Ekki nóg með að oft og tíðum þurfi að sækja börnin fyrr vegna manneklu og eilífra starfsdaga, þá á nú að slíta sundur vinnudag foreldranna í enn eitt skiptið með tilheyrandi óþægindum fyrir vinnustaði og atvinnurekendur. Leikskólakennarar hafa hins vegar góðar ástæður til að koma saman á baráttufundum. Laun og aðbúnaður allur er samfélagi okkar því miður til skammar. Á sama tíma eru gerðar sífellt strangari kröfur um háskólamenntun og sérfræðiþekkingu. Er nema furða að leikskólastjórar eigi það til að auglýsa eftir starfskröftum á foreldrafundum. Þekkið þið einhvern, einhvers staðar? er spurt.Á sama tíma gera foreldrar sífellt meiri kröfur til fólksins sem að stórum hluta sér um uppeldi barna þeirra. Á foreldrafundum er kvartað undan því að ekki berist nægar upplýsingar úr starfinu heim til foreldranna, kennararnir eru gagnrýndir fyrir að tilkynna ekki um starfsdaga með nægjanlegum fyrirvara og jafnvel skammaðir fyrir að taka ekki nógu margar myndir af krökkunum. Þetta bætist við álagið sem fylgir starfinu. Allir foreldrar vita að barnauppeldi er ekki eilífur dans á rósum. Ímyndið ykkur að börnin væru ekki þrjú heldur þrjátíu. Álagið á leikskólakennurum er meira en í flestum öðrum störfum. Einstæðir foreldrar greiða nú um 15 þúsund krónur á mánuði fyrir heilan dag á leikskóla. Foreldrar í sambúð ríflega það. Á sama tíma byrja grunnlaun leikskólakennara og leiðbeinenda í réttum þrjú hundruð þúsund krónum. Mikið vantar á að endar nái saman. Engan skyldi því undra að sífellt færri vilji gegna starfinu. Laun eru lág og starfsskilyrði erfið. Foreldrar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gagnrýna leikskólakennara barna sinna. Í þeirra tilviki er langt í frá að laun endurspegli ábyrgð. Er eitthvað að því að spyrja hvort ekki sé rétt að foreldrar greiði meira fyrir þjónustuna? Þá fyrst væri hægt að hækka laun, bæta aðstöðu og aðbúnað og gera kröfur til kennaranna. Ef borgaryfirvöld hafa ekki hugrekki eða vilja til þess ættu aflögufærir foreldrar einfaldlega að taka höndum saman. Rétta hjálparhönd í manneklu, og sjá til þess með samskotum að börnin hafi leikföng og með því. Í leikskólum landsins er unnið frábært starf, en þar eins og annars staðar sannast, að það er ekki hægt að ætlast til að fá allt fyrir ekkert.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn er kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fertugasta og fyrsta sinn. Af því tilefni biðja leikskólakennarar í leikskólum landsins foreldra um að sækja börnin sín eilítið fyrr svo að kennararnir geti komið saman á baráttufundum. Kannski finnst mörgum foreldrum það hálfgerð kvöð og jafnvel óþægindi að trufla þurfi daginn hjá þeim með þessum hætti. Hvað eru þessir leikskólakennarar alltaf að vilja upp á dekk? Ekki nóg með að oft og tíðum þurfi að sækja börnin fyrr vegna manneklu og eilífra starfsdaga, þá á nú að slíta sundur vinnudag foreldranna í enn eitt skiptið með tilheyrandi óþægindum fyrir vinnustaði og atvinnurekendur. Leikskólakennarar hafa hins vegar góðar ástæður til að koma saman á baráttufundum. Laun og aðbúnaður allur er samfélagi okkar því miður til skammar. Á sama tíma eru gerðar sífellt strangari kröfur um háskólamenntun og sérfræðiþekkingu. Er nema furða að leikskólastjórar eigi það til að auglýsa eftir starfskröftum á foreldrafundum. Þekkið þið einhvern, einhvers staðar? er spurt.Á sama tíma gera foreldrar sífellt meiri kröfur til fólksins sem að stórum hluta sér um uppeldi barna þeirra. Á foreldrafundum er kvartað undan því að ekki berist nægar upplýsingar úr starfinu heim til foreldranna, kennararnir eru gagnrýndir fyrir að tilkynna ekki um starfsdaga með nægjanlegum fyrirvara og jafnvel skammaðir fyrir að taka ekki nógu margar myndir af krökkunum. Þetta bætist við álagið sem fylgir starfinu. Allir foreldrar vita að barnauppeldi er ekki eilífur dans á rósum. Ímyndið ykkur að börnin væru ekki þrjú heldur þrjátíu. Álagið á leikskólakennurum er meira en í flestum öðrum störfum. Einstæðir foreldrar greiða nú um 15 þúsund krónur á mánuði fyrir heilan dag á leikskóla. Foreldrar í sambúð ríflega það. Á sama tíma byrja grunnlaun leikskólakennara og leiðbeinenda í réttum þrjú hundruð þúsund krónum. Mikið vantar á að endar nái saman. Engan skyldi því undra að sífellt færri vilji gegna starfinu. Laun eru lág og starfsskilyrði erfið. Foreldrar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gagnrýna leikskólakennara barna sinna. Í þeirra tilviki er langt í frá að laun endurspegli ábyrgð. Er eitthvað að því að spyrja hvort ekki sé rétt að foreldrar greiði meira fyrir þjónustuna? Þá fyrst væri hægt að hækka laun, bæta aðstöðu og aðbúnað og gera kröfur til kennaranna. Ef borgaryfirvöld hafa ekki hugrekki eða vilja til þess ættu aflögufærir foreldrar einfaldlega að taka höndum saman. Rétta hjálparhönd í manneklu, og sjá til þess með samskotum að börnin hafi leikföng og með því. Í leikskólum landsins er unnið frábært starf, en þar eins og annars staðar sannast, að það er ekki hægt að ætlast til að fá allt fyrir ekkert.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun