„Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2016 13:49 Nýjar reglur um áfengiskaup sagðar bitna á innlendri framleiðslu. Mynd/Anton Breytingar á reglum um áfengiskaup ferðamanna í fríhöfninni í flugstöð Leifs Eiríkssonar bitna á innlendri framleiðslu. Þetta er mat forsvarsmanna Vífilfells og Ölgerðarinnar en rætt er við þá á vef Túrista þar sem fjallað er um áhrif þessara breytinga. Reglunum um áfengiskaup ferðamanna var breytt á þá leið í sumarbyrjun að nú geta ferðamenn á leið um fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíka samsetningar þar sem mest var hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar, sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið sex flöskur í stað fjögurra og er nú hægt að kaupa sex hálfs lítra kippur af áfengu öli en áður var hámarkið fjórar kippur. Túristi greinir frá því að sala á áfengi í Fríhöfninni hafi dregist saman í lítrum talið frá því þessar breytingar tóku gildi þar sem meira er keypt af víni í stað bjórs. Þetta þýðir að minna selst af bjór sem er framleiddur á Íslandi en meira selst af innfluttu víni. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðinni við Túrista. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn,“ er haft eftir Hreiðari Þór Jónssyni hjá Vífilfelli á vef Túrista. Vínheildsalar eru hins vegar afar ánægðir með þessa breytingu, líkt og kemur fram í máli Sigurðar Hannessonar, hjá RJC, sem segist vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hefur aukist. Sjá nánar á vef Túrista hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Breytingar á reglum um áfengiskaup ferðamanna í fríhöfninni í flugstöð Leifs Eiríkssonar bitna á innlendri framleiðslu. Þetta er mat forsvarsmanna Vífilfells og Ölgerðarinnar en rætt er við þá á vef Túrista þar sem fjallað er um áhrif þessara breytinga. Reglunum um áfengiskaup ferðamanna var breytt á þá leið í sumarbyrjun að nú geta ferðamenn á leið um fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíka samsetningar þar sem mest var hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar, sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið sex flöskur í stað fjögurra og er nú hægt að kaupa sex hálfs lítra kippur af áfengu öli en áður var hámarkið fjórar kippur. Túristi greinir frá því að sala á áfengi í Fríhöfninni hafi dregist saman í lítrum talið frá því þessar breytingar tóku gildi þar sem meira er keypt af víni í stað bjórs. Þetta þýðir að minna selst af bjór sem er framleiddur á Íslandi en meira selst af innfluttu víni. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðinni við Túrista. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn,“ er haft eftir Hreiðari Þór Jónssyni hjá Vífilfelli á vef Túrista. Vínheildsalar eru hins vegar afar ánægðir með þessa breytingu, líkt og kemur fram í máli Sigurðar Hannessonar, hjá RJC, sem segist vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hefur aukist. Sjá nánar á vef Túrista hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira