Sjósundkappar létu storminn ekki stöðva sig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2016 09:58 "Gleðin á myndunum er ósvikin," segir Baldvin, aðspurður hvort hópurinn hafi skemmt sér vel í ölduganginum í gær. mynd/baldvin Eflaust héldu flestir sig í hlýjunni innandyra í storminum sem gekk yfir í gær, en það á ekki við um þrjá starfsmenn Háskólans í Reykjavík sem ákváðu frekar að skella sér í sjósund. Hópurinn fer einu sinni í viku í sjósund í Nauthólsvík í öllum veðrum og vindum, að sögn Baldvins A Baldvinssonar Aalen, sem starfar á upplýsingatæknisviði HR. „Þetta er bara æðislegt. Við förum alltaf nokkur saman úr HR einu sinni í viku, en það er alltaf fullt af fólki þarna niðurfrá á miðvikudögum í hádeginu,” segir Baldvin í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann sjóinn enn nokkuð hlýjan. „Sjórinn var var níu gráður í gær, hann er ekki orðinn kaldur enn þá. En þrátt fyrir að fæstir skilji það, þá er í raun miklu betra að vera úti í sjó í svona veðri en að labba á milli húsa, en maður þarf auðvitað að vera rétt útbúinn. Baldvin hefur stundað sjósund af krafti í eitt ár, en vinnufélagar hans í sex ár. Hann segist ekki hafa getað hætt eftir að hafa byrjað, enda sé sjósund allra meina bót. „Þetta styrkir ónæmiskerfið sem er ein af ástæðunum fyrir því að fólk gerir þetta. Þetta er auðvitað talsvert kalt en við förum í pottinn og erum hálftíma þar til að ná hitanum upp. Ef við myndum ekki gera það tæki það allan daginn að ná upp líkamshitanum,” segir Baldvin og bætir við að næsti sprettur verði tekinn á morgun.Hópurinn lét kuldann og óveðrið ekkert á sig fá.mynd/baldvin Veður Tengdar fréttir Veðrið mun skána áður en það versnar aftur í kvöld Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur því fólk og fyrirtæki að huga að lausamunum og tryggja byggingasvæði og báta. 19. október 2016 15:33 Innanlandsflug liggur niðri Allar ferðir Flugfélags Íslands eru nú á bið vegna veðurs og þá hefur flugfélagið Ernir aflýst öllum ferðum sínum í dag. 19. október 2016 13:38 Foreldrar hvattir til að sækja börn sín eftir skóla vegna veðurs Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að átt sé við börn 12 ára og yngri og að börnin séu óhlult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. 19. október 2016 13:55 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Eflaust héldu flestir sig í hlýjunni innandyra í storminum sem gekk yfir í gær, en það á ekki við um þrjá starfsmenn Háskólans í Reykjavík sem ákváðu frekar að skella sér í sjósund. Hópurinn fer einu sinni í viku í sjósund í Nauthólsvík í öllum veðrum og vindum, að sögn Baldvins A Baldvinssonar Aalen, sem starfar á upplýsingatæknisviði HR. „Þetta er bara æðislegt. Við förum alltaf nokkur saman úr HR einu sinni í viku, en það er alltaf fullt af fólki þarna niðurfrá á miðvikudögum í hádeginu,” segir Baldvin í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann sjóinn enn nokkuð hlýjan. „Sjórinn var var níu gráður í gær, hann er ekki orðinn kaldur enn þá. En þrátt fyrir að fæstir skilji það, þá er í raun miklu betra að vera úti í sjó í svona veðri en að labba á milli húsa, en maður þarf auðvitað að vera rétt útbúinn. Baldvin hefur stundað sjósund af krafti í eitt ár, en vinnufélagar hans í sex ár. Hann segist ekki hafa getað hætt eftir að hafa byrjað, enda sé sjósund allra meina bót. „Þetta styrkir ónæmiskerfið sem er ein af ástæðunum fyrir því að fólk gerir þetta. Þetta er auðvitað talsvert kalt en við förum í pottinn og erum hálftíma þar til að ná hitanum upp. Ef við myndum ekki gera það tæki það allan daginn að ná upp líkamshitanum,” segir Baldvin og bætir við að næsti sprettur verði tekinn á morgun.Hópurinn lét kuldann og óveðrið ekkert á sig fá.mynd/baldvin
Veður Tengdar fréttir Veðrið mun skána áður en það versnar aftur í kvöld Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur því fólk og fyrirtæki að huga að lausamunum og tryggja byggingasvæði og báta. 19. október 2016 15:33 Innanlandsflug liggur niðri Allar ferðir Flugfélags Íslands eru nú á bið vegna veðurs og þá hefur flugfélagið Ernir aflýst öllum ferðum sínum í dag. 19. október 2016 13:38 Foreldrar hvattir til að sækja börn sín eftir skóla vegna veðurs Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að átt sé við börn 12 ára og yngri og að börnin séu óhlult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. 19. október 2016 13:55 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Veðrið mun skána áður en það versnar aftur í kvöld Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur því fólk og fyrirtæki að huga að lausamunum og tryggja byggingasvæði og báta. 19. október 2016 15:33
Innanlandsflug liggur niðri Allar ferðir Flugfélags Íslands eru nú á bið vegna veðurs og þá hefur flugfélagið Ernir aflýst öllum ferðum sínum í dag. 19. október 2016 13:38
Foreldrar hvattir til að sækja börn sín eftir skóla vegna veðurs Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að átt sé við börn 12 ára og yngri og að börnin séu óhlult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. 19. október 2016 13:55