Fjárframlög til Landspítala ekki í takti við aukna þjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2016 20:00 Viðbótarfjárþörf Landspítalans eru 11,7 milljarðar fyrir næsta ár en fjárframlög til spítalans eru ekki í takti við aukna þjónustu. Þetta segir forstjóri Landspítalans sem telur brýnt að minna á stöðuna nú að kosningum loknum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir fjárþörf spítalans vera töluverða. „Við metum það sem svo að á næsta ári þurfum við um það bil 11,7 milljarða til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu og byggt hana rétt um. Til viðbótar við fjármálaætlun fyrri ríkisstjórnar þá sýnist okkur við þurfa nálægt 66 milljörðum næstu fimm árin inn í Landspítalann,“ segir Páll og bætir við að samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar þá sé gert ráð fyrir tveimur milljörðum aukalega í sérhæfða spítalaþjónustu á árinu 2017. „Þetta er mjög fjarri því sem við teljum vera þörf spítalans. Við teljum brýnt að minna á þetta núna þegar menn eru að byrja að hugsa til framtíðar eftir kosningar,“ segir Páll. Af þeim rúmu 11,7 milljörðum sem spítalinn þurfi til viðbótar við fjárframlög þarf 400 milljónir í aukið framboð þjónustu til að stytta biðlista, rúma tvo milljarðar að lágmarki vegna viðhalds, rúmar 400 milljónir í lágmarksþörf vegna tækjakaupa og 400 milljónir í rekstur brjóstamiðstöðvar en stofnkostnaður hennar eru rúmar 550 milljónir. Þá segir Páll fjárframlög ekki vera í takti til aukna þjónustu en árleg aukning á eftirspurn vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 1,7 prósent. Þá hefur fjölgun ferðamanna hér á landi áhrif en 14.303 ferðamenn komu á Bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014. „Ár frá ári þá eykst álagið gríðarlega vegna ferðamanna. Svo dæmi sé tekið þá eru 10 prósent sjúklinga á gjörgæsludeild spítalans síðasta árið erlendir ferðamenn,“ segir Páll Matthíasson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Viðbótarfjárþörf Landspítalans eru 11,7 milljarðar fyrir næsta ár en fjárframlög til spítalans eru ekki í takti við aukna þjónustu. Þetta segir forstjóri Landspítalans sem telur brýnt að minna á stöðuna nú að kosningum loknum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir fjárþörf spítalans vera töluverða. „Við metum það sem svo að á næsta ári þurfum við um það bil 11,7 milljarða til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu og byggt hana rétt um. Til viðbótar við fjármálaætlun fyrri ríkisstjórnar þá sýnist okkur við þurfa nálægt 66 milljörðum næstu fimm árin inn í Landspítalann,“ segir Páll og bætir við að samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar þá sé gert ráð fyrir tveimur milljörðum aukalega í sérhæfða spítalaþjónustu á árinu 2017. „Þetta er mjög fjarri því sem við teljum vera þörf spítalans. Við teljum brýnt að minna á þetta núna þegar menn eru að byrja að hugsa til framtíðar eftir kosningar,“ segir Páll. Af þeim rúmu 11,7 milljörðum sem spítalinn þurfi til viðbótar við fjárframlög þarf 400 milljónir í aukið framboð þjónustu til að stytta biðlista, rúma tvo milljarðar að lágmarki vegna viðhalds, rúmar 400 milljónir í lágmarksþörf vegna tækjakaupa og 400 milljónir í rekstur brjóstamiðstöðvar en stofnkostnaður hennar eru rúmar 550 milljónir. Þá segir Páll fjárframlög ekki vera í takti til aukna þjónustu en árleg aukning á eftirspurn vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 1,7 prósent. Þá hefur fjölgun ferðamanna hér á landi áhrif en 14.303 ferðamenn komu á Bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014. „Ár frá ári þá eykst álagið gríðarlega vegna ferðamanna. Svo dæmi sé tekið þá eru 10 prósent sjúklinga á gjörgæsludeild spítalans síðasta árið erlendir ferðamenn,“ segir Páll Matthíasson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira