Haukar og Valur sendu Grindavíkurstelpur niður í botnsætið | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:02 Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Fleiri fréttir „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Sjá meira
Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Fleiri fréttir „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Sjá meira